Hér er allt í einum pakka: sundið, hóptímar og tækjasalur! Björt og falleg stöð og alltaf nóg að gera. Þægilegt og heimilislegt andrúmsloft í þessari frábæru hverfisstöð. Við bjóðum upp á topp úrval af hóptímum í Kópavogslaug, m.a. spinning og lyftingum ásamt hinu sívinsæla Zumba.
ATH Stöðin fylgir opnunartíma sundlaugarinnar

Á Völlunum í Hafnafirði er ein af okkar stærri stöðvum. Hugguleg afgreiðsla tekur á móti þér við komuna þangað. Dökkir litir gera stöðina hipp og cool og svo taka við stórir  hóptímasalir. Nóg er af plássi og geggjuð aðstaða til lyftinga! Ef þú vilt taka rosalega æfingu í tækjasal, nú eða smella þér í einn af okkar snilldar hóptímum, þá mælum við með stöðinni á Tjarnarvöllum. Hægt er svo að toppa æfinguna með slökun í gufu og potti!

Þetta er fyrsta og jafnframt stærsta stöðin okkar. Okkur þykir afskaplega vænt um hana. Stórir hóptímasalir og geggjaður tækjasalur einkenna Holtagarða og nóg pláss! Crossfit Katla og Blackout er þar með sína sali, Gíg og Hraun. Hér er nóg pláss fyrir alla.

Ef þú vilt kíkja í bjarta og mátulega stóra heimilislega stöð er Urðarhvarf eitthvað sem þú ættir að skoða. Þegar þú mætir tekur hlýleg afgreiðsla á móti þér. Það eru 3 salir í stöðinni og getur þú valið milli spinning, heitra tíma og svo úrvals lyftinga- og danstíma.

Stöðin okkar í Lambhaga er mesti töffarinn. Dökkir veggir, hátt til lofts og nóg pláss. Það er geggjað að kíkja í zumba, hjól og infrarauða salinn! Nóg pláss fyrir alla. CF Katla er líka með eitt af sínum boxum þar. Svo er toppurinn að enda góða æfingu á potti og gufubaði!
Þeir sem eru 18 ára og eldri geta fengið aðgang að henni allan sólarhringinn.

Stöðin okkar í Faxafeni 14 er kósy og ofsalega þægileg stöð með rólegheitar stemningu. Frábært útval af styttri tímum í hádeginu. Þessi stöð er með tvo infra rauða sali ásamt einum stórum lyftinga hóptímasal og fullbúnum tækjasal. Mikið er um infrarauða tíma og sér námskeið. Þessi stöð er fyrir þá sem kjósa rólegheit.

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram