Ég er kölluð Tobba og hef lokið Spinning hópkennaranámi í Fusion Fitness Academy og er Fusion Spinning leiðbeinandi. Ég er menntuð í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði og brenn fyrir því að fólki líði vel í vinnu og einkalífi og hafi gaman af því sem það gerir.
Ég hef langan bakgrunn í dansi allt frá klassískum ballet til suður-amerískra dansa. Ég legg mikið upp úr því að hafa gaman af því sem ég geri og veit ekkert skemmtilegra en að hreyfa mig með skemmtilegu fólki við góða tónlist eins og gert er í Spinning.
Áhugamál: Líkamsrækt, njóta lífsins alla daga, halda áfram að læra eitthvað nýtt og ögra sjálfri mér, ferðalög og gera það sem gleður mig.
Mitt lífsins mottó er: Hafðu gaman af lífinu því það er núna og vertu alltaf besta útgáfan af sjálfum þér.