
Framkvæmdastjóri hjá NP Innovation — og stoltur hóptímakennari í Kötlu Fitness á Tjarnarvöllum.
Um helgar leiði ég Body Pump og Body Balance tíma sem henta bæði byrjendum og lengra komnum. Hvort sem þú ert að koma þér aftur af stað eftir pásu eða vilt einfaldlega finna meiri styrk, jafnvægi og orku, þá eru tímarnir mínir frábær leið til að ná markmiðunum.
Ég trúi því að hreyfing eigi að vera lífstíll, ekki kvöl. Með áralanga reynslu í hóptímakennslu legg ég áherslu á fjölbreytni, gleði og góða stemningu þar sem allir finna sitt flæði. Markmiðið er einfalt: að hjálpa þér að verða sterkari, öruggari og ánægðari með sjálfa(n) þig — skref fyrir skref.
Helgartímarnir í Kötlu Fitness Tjarnarvöllum:
Laugardagur
🕙 10:00 – Body Pump
🕚 11:00 – Body Balance
Sunnudagur
🕙 10:00 – Body Pump
Ég hlakka til að sjá ykkur í salnum og við skulum gera þetta saman.
Uppáhaldsmaturinn minn: Það toppar ekkert góðan fiskrétt.
Mitt lífsins mottó:
„Gerum þetta — við erum sterkari saman.
MBA í alþjóðaviðskiptum, gítarleikari og veiðimaður.
