Maggi

Um mig

Hóptímakennari

Miðaldra úthverfapabbi í Hafnarfirði, sölustjóri hjá Vaka fiskeldiskerfum.

Ég legg áherslu á hópþjálfun fyrir 2-6 einstaklinga, bæði byrjendur og lengra komna. Hvort sem þið viljið bæta styrk, afl, snerpu eða úthald, munum við vinna saman að ykkar markmiðum. Ég býð byrjendur sérstaklega velkomna, hvort sem þið eruð að byrja aftur eftir pásu eða eruð algjörir byrjendur í ræktinni. Ég hjálpa ykkur að komast af stað á réttan hátt.

Ég legg áherslu á fjölbreyttar æfingar allt eftir þörfum hvers og eins. Með áralanga reynslu af þjálfun og hóptímakennslu, er heilsurækt mín ástríða. Hreyfing á að vera lífstíll, ekki kvöl, og heilbrigður lífsstíll til langs tíma er afar mikilvægur. Markmið mitt er að hjálpa þér að verða besta útgáfan af sjálfum/sjálfri þér. Ég legg mikla áherslu á markmiðasetningu og þróa æfingaprógröm sem eru sérsniðin að þínum markmiðum. Ég aðstoða þig við að setja raunhæf markmið, byggja upp sjálfstraust og ná þínum persónulegu markmiðum. Að líða vel og vera stolt/ur af sjálfum/sjálfri sér er eitthvað sem við öll eigum skilið.

Veljið mig sem ykkar þjálfara og þið getið búist við fyrsta flokks þjónustu og hámarks árangri, þar sem ég nota aðeins þjálfunaraðferðir sem svínvirka! Ef þið eruð tilbúin að taka skrefið í átt að heilbrigðum lífsstíl og ná ykkar markmiðum, hafið samband við mig í dag. Við skulum gera þetta saman

Uppáhaldsmaturinn minn: Það toppar ekkert góða Acai-skál frá Maika'i.

Mitt lífsins mottó er 'Sjálfsvirðing færst ekki gefins og ekki er hægt að kaupa hana. Hún vaknar þegar við erum ein, á hljóðum stundum og stöðum þegar okkur verður allt í einu ljóst að við höfum vitað hvað var rétt og hegðað okkur samkvæmt því, vitað hvað var fallegt og látið aðra fá hlutdeild í því og vitað hvað var sannleikur og ekki reynt að dylja hann'.

MENNTUN/REYNSLA

MBA í alþjóðaviðskiptum, gítarleikari og veiðimaður.

HVAR FINNURÐU MIG?

Holtagarðar, Lambhagi, Tjarnarvellir
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram