Ég er spinning kennari í Kötlu Fitness og hef ekkert smá gaman af því, þar sem ég elska tilfinninguna eftir góðan spinning tíma. Mamma mín hefur alltaf hvatt mig og systkini mín að vera dugleg að hreyfa okkur fyrir andlega og líkamlega heilsu, og það hefur fylgt mér í gegnum árin.
Ég elska dýr og á sjálf tvær kanínur, tvo hamstra, eina tálknamöndru (axolotl), og hest, og er alltaf að bæta við fleiri dýrum í hópinn.
Helstu áhugamál mín eru að lesa, hekla, spila Animal Crossing, og að læra nýja hluti.
Mitt lífsmottó er: If you insist on disavowing that which is ugly about what you do, you will never learn from your mistakes.