
Ég tek að mér alla þá sem vilja ná árangri, hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn.
Ég sérhæfi mig í að hjálpa fólki að byggja upp vöðvamassa og styrk, hvort sem markmiðið er að létta sig, þyngja sig eða einfaldlega líða betur í eigin líkama.
Ég móta æfingarnar að þér og því sem þér finnst bæði skemmtilegt og virka fyrir þig. Allir eru mismunandi og það skiptir mig mestu máli að finna leið sem hentar þér – ekki bara eitthvað staðlað prógramm.
Markmiðið okkar er einfalt: að þú náir stöðugum árangri sem þú getur haldið við til lengdar og að þér líði vel og hafir gaman á meðan.
Hafðu samband og við finnum tíma.
Hlakka til að sjá þig 🙂
Einkaþjálfaraskóli World Class
