Mín ástríða er að hjálpa fólki að verða besta útgáfan af sjálfu sér. Ég legg mikla áherslu á markmiðasetningu og þróa æfingaprógröm sem eru sérsniðin að markmiðum hvers og eins.
Sjálf byrjaði ég að æfa í líkamsrækt þegar ég var í 8. bekk og varð strax mjög hrifin. Ég hef varið ótal tíma í að dýpka þekkingu mína á heilsu, hreyfingu og næringu, enda veit ég hversu auðvelt er að gleyma mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann og heilsuna.
Mín sýn er að hver og einn finni sína leið til að hreyfa sig og uppgötvi hvað hentar þeirra líkama og lífsstíl.
Ég útskrifaðist sem einkaþjálfari árið 2023 og hef þjálfað Pole dans, Pole fitness og liðleika hjá Eríal Pole frá árinu 2021