Guðrún Reynis

Um mig

Hóptímakennari

Námskeiðakennari

Ég fór í minn fyrsta jógatíma árið 2011 og það varð ekki aftur snúið. Ári síðar var ég komin í jógakennaranám og er enn að mennta mig í þessum dásamlegu fræðum. Jóga er lífið.

Ég útskrifaðist úr 500 tíma jógakennaranámi frá Yoga Skyros í Grikklandi eftir að hafa klárað fyrstu 200 tímana í Jógaskóla Kristbjargar. Ég hef einnig lokið 200 tíma sérhæfðu kennaranámi í áfallajóga frá Bretlandi.

Ég elska að kenna og bjóða upp á fjölbreytta tíma og því hef ég sótt fjölda námskeiða og hreinlega safna kennsluréttindum. Ég er með kennsluréttindi í rólujóga, yin yoga, yoga nidra, slökunarjóga, stólajóga, pilates, barre, foam flex og trigger point pilates. Ég stofnaði Karma Jógastúdíó og Jógaskólann árið 2020 þar sem ég þjálfa aðra jógakennara.

Uppáhaldsmatur er pasta. Ég er grænmetisæta og hef verið það frá árinu 2016.

Uppáhaldsmottó: lífið þarf ekki að vera fullkomið til að vera yndislegt

MENNTUN/REYNSLA

Ég er Yoga Alliance viðurkenndur jógakennari og Karma Jógastúdíó er Yoga Alliance viðurkenndur jógaskóli.

HVAR FINNURÐU MIG?

Faxafen, Kópavogslaug
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram