Ég hef alltaf haft mikla hreyfiþörf og á erfitt með að sitja kyrr. Var meira á hvolfi en á fótum sem krakki. Er lífsglöð og elska að hjálpa fólki. Hef æft fimleika og listdans og starfa sem umsjónarkennari í grunnskóla.
Ég mætti í hóptíma hjá Reebok Fitness fyrir nokkrum árum og áður en ég vissi af voru kennarar farnir að biðja mig að leysa sig af. Það var því ekkert annað í stöðunni en að skrá mig sem afleysingakennara hjá Reebok Fitness og taka Zumba kennsluréttindi (ZIN) 💚
Ég kenni annan hvern laugardag í Holtagörðum RF Danz.
Ég elska að fylgjast með dýrum og fegurðinni í náttúrunni, það fyllir algjörlega á andlegu hliðina. Mér finnst líka notalegt að prjóna eða hekla með hljóðbók eða hlaðvarp í eyrunum. Ég er með fullkomnunaráráttu og minni mig reglulega á að það má ruglast!
Mantran mín sem fær mig til að sjá eitthvað jákvætt úr öllu er „fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.”
Námsferill minn er fjölbreyttur en samt tengdur. Allt tengist hreyfingu og/eða að vinnu með fólki.
Dansaradiplóma frá Danslistarskóla JSB.
Íþrótta- og heilsufræði (B.S.) frá Háskóla Íslands.
Uppeldis- og menntunarfræði (M.A.) frá Háskóla Íslands.
Kennsluréttindi í leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Zumba Instructor. Kennsluréttindi Zumba.