Erla Björk

Um mig

Hóptímakennari

Ég er búin að vera í líkamsrækt síðan ég var unglingur og í Kötlu Fitness nánast frá því að fyrsta stöðin opnaði. Búin að prófa alls konar tíma og elska sérstaklega mikið að vera í heitu sölunum.

Zumba verður alltaf mín uppáhalds hreyfing enda er það eins og að mæta í skemmtilegasta partýið með bestu vinunum. Endalaus gleði og orka.

Ég ákvað að taka  Zumba réttindin og fékk þau í mars 2025. Ég ákvað að stoppa ekki þar heldur fór ég einnig í Fusion Fitness Academy hjá Unni Pálmars og fékk hópkennararéttindin í júní 2025.

Önnur áhugamál eru ferðalög, útivera og handavinna.

Hlakka til að sjá ykkur á æfingu!

HVAR FINNURÐU MIG?

Lambhagi
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram