Ég er læknanemi sem hef alla tíð haft ánægju af því að hreyfa mig en aldrei fundið íþrótt/hreyfingu sem hentaði mér. Ég byrjaði í ræktinni og fór að mæta í spinning, þar fann ég mig alveg. Eftir að hafa verið fastagestur í spinning hjá Reebok Fitness í 2-3 ár þá ákvað ég að slá til og sækja um að fá að kenna þessa tíma. Ég vil meina að ég sé algjör stuðbolti og ég elska ekkert meira en að láta orkuna og gleðina geisla af mér ásamt því að svitna vel við sturlaða tónlist með iðkendum í spinning tímunum mínum. Það skiptir mig ótrúlega miklu máli að einstaklingar finni sér hreyfingu sem þeim finnst skemmtileg og því reyni ég mitt allra besta að tryggja að það sjái enginn eftir því að mæta til mín í spinning.
Mín helstu áhugamál eru hreyfing, útivera og samvera með vinum og fjölskyldu.
Mitt lífsins mottó er: "Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi."
-Hóptímakennari hjá Reebok Fitness frá árinu 2020.
-Ég hef reynslu af kennslu í menntakerfinu þar sem ég hef haldið skyndihjálpafræðslu og kynfræðslu fyrir hönd læknanema í framhaldsskólum landsins en einnig hef ég haldið fyrirlestra hjá Keili varðandi inntökupróf í læknisfræði.