Ég er viðskiptafræðingur og með meistaragráðu í forystu og stjórnun.
Minn íþrótta bakgrunnur kemur úr fótbolta þar sem ég spilaði lengi sjálfur ásamt því að þjálfa í yngri flokkum.
Eftir fótboltaferilinn hef ég bæði stundað og kennt Cardio fit hjá Kötlu fitness í Holtagörðum en ég hef verið hóptímakennari þar síðan árið 2019.
Þar ríkir einstakur andi þar sem fólk sameinast um að æfa og hafa gaman saman. Þá stunda ég einnig fjallgöngur og lyftingar.
Heilbrigður lífstíll og skemmtileg hreyfing er lykillinn að vellíðan og góðri heilsu og það er fátt sem nærir sálina jafn vel.