Ég er Fusion Pilates Instructor frá Fusion Fitness Academy. Markmiðið mitt er að aðstoða fólk við að finna gleði og öryggi í líkamsrækt. Bakgrunnur minn er í dansi og fótbolta en síðustu ár hef ég lagt áherslu á hlaup og æft í Kötlu Fitness.
Það er fátt sem mér þykir skemmtilegra en að hreyfa mig úti í íslenskri náttúru í góðum félagsskap. Árið 2024 varð ég móðir í fyrsta sinn. Síðan þá hef ég lagt mikið upp úr rólegri hreyfingu, öndunaræfingum og því að ná slökun í amstri hversdagsleikans.
Mottó: Eitt skref í einu. 💚
Árið 2023 útskrifaðist ég með BA gráðu í félagsfræði frá Háskóla Íslands og þremur árum áður lauk ég grunnnámi í markþjálfun hjá Profectus. Nú legg ég stund á nám í sálfræði.