Ég er ung móðir sem er búsett í Reykjavík. Ég var mikið í íþróttum sem barn og hélt því áfram sem unglingur, þá sérstaklega í sundi og lyftingum.
Á meðgöngu var ég mjög veik og þyngdist mikið. Árið 2021 ákvað ég að fara í efnaskiptaaðgerð. Sú aðgerð bjargaði ekki aðeins líkamlegri heilsu minni heldur einnig andllegri.
Ég hef því reynslu og þekkingu á því sem viðkemur efnaskiptaaðgerðum og hvað best sé að gera eftir slíkt inngrip.
Sérhæfing:
- Hreyfing með og eftir meðgöngu (sérstaklega eftir mikla grindargliðnun og/eða erfiða fæðingu)
- Hreyfing og næring fyrir fólk sem farið hefur í efnaskiptaaðgerð
- Liðleikaþjálfun og endurhæfing á jafnvægi í vöðvauppbyggingu líkamans
- Plöntumiðað mataræði og lífsstíll
- Æfingar fyrir aldraða
- Þjálfun eftir fót- og ökklabrot
- EMS styrktarþjálfun
- Fjarþjálfun
Mottó: Áfram með smjörlíkið
Einkaþjálfararéttindi hjá ISSA árið 2015 (Dúx)
Stúdentspróf frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2016
Námskeið í Rehabilitation hjá Atlas Transformation í Zurich, Sviss, árið 2018
EMS Certification hjá Atlas Transformation í Zurich, Sviss, árið 2018
B.A.- próf í Guð-og trúarbragðafræði frá Háskóla Íslands 2023 (1. einkun)
Einkaþjálfararéttindi frá Einkaþjálfaraskóla World Class 2023 (Semi-Dúx)
Skyndihjálparnámskeið Rauða Krossins á tveggja ára fresti.