
Ég heiti Ásdís Guðný og er hóptímakennari sem brennur fyrir hreyfingu, vellíðan og því að hjálpa öðrum að finna gleði í æfingum. Ég hef elskað hreyfingu frá því ég var barn og prófað fjölmargar íþróttir og æfingar í gegnum árin. Ræktin hefur verið mitt annað heimili frá árinu 2007 og ég hef tvisvar keppt í model fitness, sem kenndi mér mikið um aga, ástríðu og styrk.
Árin 2017 og 2021 eignaðist ég tvö frábær börn og hafa þau kennt mér hversu mikilvægt það er að gefa sér tíma til að næra bæði líkama og sál. Mér finnst fátt skemmtilegra en vel uppbyggð æfing sem sameinar gott jóga flæði og kraftmiklar styrktaræfingar.
Í frítíma mínum fer ég gjarnan upp á fjöll, helst þar sem stígar eru ótroðnir. Að villast aðeins og lenda í smá ævintýri er það sem fyllir tankinn minn! Ég upplifi mesta jafnvægi þegar ég er í góðri rútínu og fæ að hreyfa mig eins mikið og líkaminn kallar eftir.
Mitt mottó: Gerðu það fyrir þig og engan annan!
