Styrkur
100%
Úthald
100%
Liðleiki
30%
Núvitund
20%
6 vikna styrktar - og þreknámskeið þar sem unnið er með lóð, ketilbjöllur, stangir og fjölbreyttar líkamsþyngdaræfingar, auk annarra tækja sem krydda upp æfingarnar. Tímarnir eru hannaðir til að hámarka árangur á stuttum tíma. Lögð er áhersla á góða tækni, rétta líkamsbeitingu og klikkaða stemmingu. Erla María leggur áherslu á að tímarnir henti öllum svo ef þú hefur áhuga á krefjandi tímum í skemmtilegu umhverfi þá er þetta námskeiðið fyrir þig.
Á námskeiðinu er lært að byggja upp styrk, auka þol og komast í gott form á markvissan og öruggan hátt. Það er lögð mikil áhersla á rétta tækni og líkamsbeitingu svo þú byggir upp styrk sem skilar sér bæði í daglegu lífi og í öðrum íþróttum. Þú mátt búast við blönduaf styrktar- og þolæfingum, kraft og sprengikraftsæfingum og vel úthugsuðum kombóum.
Fyrst er að Gerast Meðlimur Kötlu Fitness síðan skráirðu þig á námskeið hér - Vertu velkomin 💚


