Pop-Pilates

Klassískar Pilates æfingar í bland við sturlaða Pop tónlist. Eitthvað sem allir verða að prufa!

Skráðu þig í áskrift og fáðu aðgengi að öllum hóptímum Reebok Fitness
Gerast meðlimur

Pop-Pilates varð til árið 2010 þegar bandaríski pilatesþjálfari Cassey Ho vildi auka þol sitt ásamt því að stunda pilates. Í Pop-Pilates er lögð áhersla á að styrkja miðju líkamans með pílates æfingum í takt við pop-tónlist. Í Pop-Pilates er unnið með flæði í hreyfingum frá einu lagi í annað, ávallt 1-3 æfingar við hvert lag fyrir sig, á meðan í klassísku pilates er lögð meiri áhersla á að halda í ákveðinni líkamsstöðu. Þetta er í raun dans á dýnu! Þú þarft að fylgjast með og hlusta á þinn eigin líkama en þetta er þó einfalt form. Spilaður er lagalisti og þú þarft aðeins að fylgja þjálfaranum eftir í gegnum æfinguna. Styrktaræfingar og þolæfingar eru um 30 mínútur með stuttum pásum og endað er á góðum teygjum sem bæta líkamsstöðu og blóðflæði.

HVAR?

Faxafen

Salur

Infra

ERFIÐLEIKASTIG

Hentar bæði byrjendum og lengra komnum.
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram