Klassískar Pilates æfingar í bland við sturlaða Pop tónlist. Eitthvað sem allir verða að prufa!
Pop-Pilates varð til árið 2010 þegar bandaríski pilatesþjálfari Cassey Ho vildi auka þol sitt ásamt því að stunda pilates. Í Pop-Pilates er lögð áhersla á að styrkja miðju líkamans með pílates æfingum í takt við pop-tónlist. Í Pop-Pilates er unnið með flæði í hreyfingum frá einu lagi í annað, ávallt 1-3 æfingar við hvert lag fyrir sig, á meðan í klassísku pilates er lögð meiri áhersla á að halda í ákveðinni líkamsstöðu. Þetta er í raun dans á dýnu! Þú þarft að fylgjast með og hlusta á þinn eigin líkama en þetta er þó einfalt form. Spilaður er lagalisti og þú þarft aðeins að fylgja þjálfaranum eftir í gegnum æfinguna. Styrktaræfingar og þolæfingar eru um 30 mínútur með stuttum pásum og endað er á góðum teygjum sem bæta líkamsstöðu og blóðflæði.