Til hamingju með nýja nafnið!

desember 3, 2024

Katla Fitness – Nýtt nafn, sama þjónusta!

Við erum spennt að tilkynna að Reebok Fitness heitir nú Katla Fitness! Nafnið stendur fyrir kraftinn sem býr í okkur öllum. Við viljum hjálpa þér að virkja þinn!

Af hverju Katla Fitness?

Samstarfinu við Reebok vörumerkið lauk nýlega, og við ákváðum að nýta tækifærið til að styrkja okkar eigin ímynd. Nafnið Katla hefur fylgt okkur frá upphafi með CrossFit KÖTLU, og það var því eðlilegt skref að gera það að nafni allra stöðvanna okkar.

Breytingar fyrir þig?

Allt helst óbreytt nema nafnið. Við bjóðum áfram sömu þjónustu, sömu stöðvar og sama góða fólkið. Á næstu vikum munum við skipta út ljósaskiltum og smám saman uppfæra merkingar í stöðvunum.

Reebok verður áfram hluti af okkar sögu og mun alltaf eiga sinn stað hjá okkur – engin skömm þó nafnið sjáist enn einhvers staðar.

Nafnasamkeppnin.

Við leituðum til meðlima okkar og vina til að finna nýtt nafn, og öll gátu sent inn sínar hugmyndir. Sigurvegarinn hlaut gjafabréf að andvirði 250.000 króna hjá Icelandair!

Það bárust hátt í 3.000 tillögur, og við erum djúpt þakklát fyrir alla þátttökuna. Við erum sannfærð um að Katla Fitness sé fullkomið nafn fyrir framtíðina.

Við hlökkum til að sjá þig hjá okkur, virkja þinn kraft og halda áfram að byggja upp öflugt samfélag saman.

Kær kveðja,
Katla Fitness

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram