Kópavogslaug fær loksins að opna aftur -
En með nokkrum skilyrðum sóttvarnaryfirvalda:
Við skiptum upp í 2 svæði Tækjasal og Lóðasal
Til þess að geta bókað sig í tíma í tímatöflunni þarf að vera með aðgang í nýja kerfinu okkar. Hér eru smá leiðbeiningar (opnast í nýjum glugga) til að ganga frá skráningunni í nýja kerfið.
Korthafar okkar í sundlaugunum eru í allt öðru kerfi, sem talar engan veginn við aðalkerfið okkar sem stjórnar aðgangi og tímabókunum. Samkvæmt útboði um þessa starfsemi, þá eru þessi kort seld í gegnum sundlauga-aðgangskerfið, sem var svosem allt í góðu, ekki var hægt að sjá þetta fyrir. Ef við myndum bara opna án aðgagngstýringar og bókunar, værum við að brjóta lykilregluna um tímabókun í núverandi tilslökunum sóttvarnayfirvalda. Þess vegna þarf núna að skrá sig svo hægt sé að nota bókunarkerfi.
Athugið að hóptímar í Kópavogslaug þurfa að bíða eftir frekari tilsökunum, salirnir eru ekki það stórir til að geta haft nægilegt pláss fyrir nægilega marga.
Gildistími korta verður framlengdur sjálfkrafa sem nemur lokununni.
Gangi ykkur rosa vel, ef það er eitthvað vesen endilega sendu okkur línu í gegnum "hafa samband" formið og við leysum það.
Hlökkum til að hittast í Kópavoginum
Salalaug opnar síðan á næstu dögum.
Kær kveðja
Stjórn og starfsfólk ReebokFitness 💚