Hvað þýðir eiginlega "Heima-stöð"?
Það er Reebok stöðin þín, heimastöðin þín - sú stöð sem þú mætir helst í.
Það þýðir ekki að þú komist ekki í aðrar RF stöðvar...
Hægt er í einhverjum tilfellum að kaupa aðeins aðgang að einni stöð en það er þá sérstaklega tekið fram í kaupferlinu.
Afhverju virkar ekki kennitalan og lykilorðið mitt?
Notendanafnið þitt á ‘Mín síða’ er netfangið þitt.
Ekki lengur kennitalan þín eins og áður.(fyrir janúar 2021)
Ef þú færð upp meldinguna að netfangið þitt finnist ekki í kerfinu, endilega sendu okkur línu gegnum ‘Hafa Samband’ á reebokfitness.is og við græjum þetta með þér!
Létta útskýringu á þessu má finna hér
Netfangið mitt finnst ekki?
Sendu okkur línu gegnum Hafðu samband og láttu kennitöluna þína fylgja með og við flettum því upp fyrir þig.
Það er möguleiki að þú sért með netfang skráð sem er einnig skráð hjá öðrum notanda.
Kerfið leyfir aðeins einn notanda á sama netfang. Það á reyndar sama við um kennitölur og símanúmer 😉
Hvernig sé ég hvernig áskrift/aðgang ég er með?
Þú skráir þig inn á ‘Mín síða’ með því að smella á græna kallinn efst í hægra horninu á reebokfitness.is. Þar skráir þú þig inn með netfanginu þínu sem notendanafni og lykilorðinu þínu.
Þar smellir þú ofarlega til hægri á ’Samningar’ og getur þar séð hvers konar áskrift/aðgang þú ert skráður fyrir - Inn í boxinu merkt "Núverandi áskrift"
Af hverju birtist á 'Mín síða' eins og ég hafi greitt fyrir desember 2020? - Ég borgaði það ekki.
Það var enginn rukkaður neitt fyrir Desember 2020 en við yfirfærsluna frá gamla yfir í nýja kerfið - hélt nýja kerfið einfaldlega að desember hafi verið greiddur.. Getum víst ekki breytt því eftirá..
Af hverju stendur á 'Mín síða' að ég mætti ekki í tíma.
Þá hefur þú sennilega ekki farið í gegnum aðgangshliðin með því að nota augnskannann. Augnskanninn lætur bókunarkerfið vita þegar þú mætir og merkir þig í tímann með mætingu.
Biðlistinn - Nokkur atriði
Fæ ég tilkynningu um það ef ég kemst í tíma sem ég var á biðlista fyrir?
Já, þú færð tölvupóst og SMS
Hvað þýðir ef ég fæ póst um að vera númer 2?
Það er tilkynning um að þú hafir færst framar í röðinni á biðlistanum og ert þá númer 2 í röðinni.. þá er gott að fylgjast með breytingum.
Er hægt að skrá sig á biðlista fyrir sitthvorn tímann á sömu tímasetningunni?
Nei, því miður einungis er hægt að skrá sig á biðlista fyrir einn tíma sem á að vera á tilteknum tíma dagsins.
Hvernig kaupi ég áskrift?
1. Opnaðu heimasíðu reebokfitness.is í tölvu eða síma.
Smelltu á 'Gerast meðlimur' á forsíðu reebokfitness.is. Veldu 'Heimastöð' - þ.e. þá stöð sem þú munt heimsækja oftast. (ATH. Þú hefur aðgang í allar stöðvar, en ekki einungis í valda heimastöð - nema það sé sérstaklega tekið fram í kaupferlinu).
2. Veldu upphafsdagsetningu, hvenær viltu mæta?
Í næsta skrefi velur þú upphafsdagsetninguna, daginn sem þú vilt byrja. Þú getur valið hvaða dagsetningu sem er næstu 2 mánuðina.
3. Veldu hvers konar aðgang þú vilt.
Veldu flokk/tegund samninga sem hentar þér best. Áskrift eða eingreiðsla, CrossFit eða Námskeið.
Svo eru mismunandi tímabil og möguleikar þar undir.
4. Fylltu inn þínar persónuupplýsingar.
Þegar þú hefur valið aðildarsamning flyst þú á næstu síðu þar sem þú fyllir inn persónuupplýsingar, þ.e. nafn, netfang, símanúmer, kennitölu, fæðingardag, kyn og heimilisfang. Ath Kennitalan, símanúmerið og netfangið sem þú ert að skrá má ekki vera í notkun af öðrum meðlim í kerfinu. (ath þú gætir verið til í kerfinu og þarft þá að sækja um nýtt lykilorð)
Í þessu skrefi þarf einnig að haka við að hafa lesið og samþykkja skilmála Reebok Fitness til þess að færast á næsta skref og klára kaupferlið.
Ýttu á "Kaupa og greiða" hnappinn til að staðfesta samninginn.
5. Greiðsla fyrir aðgang.
Í næsta skrefi fyllir þú inn kortaupplýsingar og klárar greiðslu í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun/Salt. - Athugaðu að ef greiðslan heppnast ekki í þessu skrefi er samningurinn engu að síður kominn á, bara ógreiddur.
6. Taktu augnskannamynd í stöðvum Reebok Fitness.
Gefðu þér smástund í fyrstu heimsókn til að taka augnskannamynd í einni af eftirfarandi stöðvum: Tjarnarvellir, Holtagarðar, Faxafen, Lambhaga eða Urðarhvarf. Þú færð PINnr. sent í tölvupósti við skráningu sem þú notar til að skrá þig inn í sálfsafgreiðsluna í fyrsta skiptið.
(Ath. þetta á ekki við um viðskiptavini sem kaupa kort hjá afgreiðslum sundlauga Kópavogs - Salalaug og Kópavogslaug).
Hvernig skrái ég mig í hóptíma?
Smelltu á græna kallinn efst í hægra horni á reebokfitness.is.
Þar skráir þú þig inn með netfangi og lykilorði. (Ef þú mannst ekki lykilorðið getur þú fengið það sent í tölvupósti með því að smella á 'Gleymdirðu lykilorðinu þínu?').
Á næstu síðu sérðu flipa ofarlega til vinstri sem heitir 'Tímatafla'. Í flettiglugganum velur þú þá stöð sem þú ætlar að sækja hóptíma í. Þegar búið er að velja stöð velur þú þann tíma sem þú vilt fara í, smellir á hann og smellir svo á 'Skráðu þig', í kjölfarið á að birtast staðfesting á skráningu: 'Til hamingju, þú ert skráð/ur'. (Ath. mikilvægt er að afskrá sig ef þú kemst ekki í tímann, það er gert með sama hætti nema þú velur 'Hætta við bókun'.)
Hvert er best að leita ef ég hef frekari spurningar?
Byrjaðu á því að fara í gegnum þessa upplýsinga síðu hér. Þar aðstoðum við þig að finna besta svarið sem fyrst.
Ef það er ekki að finna þarna geturðu sent okkur fyrirspurn sem við reynum að svara eins fljótt og hægt er. Yfirleitt innan klukkustundar stundum fyrr (það getur lika alveg dregist af einhverjum ástæðum)
Fá nýtt lykilorð?
Veldu græna kallinn efst í hægra horni á reebokfitness.is. Smelltu á 'Gleymdirðu lykilorðinu þínu?' til þess að fá sent nýtt lykilorð á netfangið sem þú skráðir, í kjölfarið færð þú sent lykilorð á netfangið sem þú slóst inn.
Hvert er notendanafnið mitt á 'Mín síða'?
Á nýju síðunni er notendanafnið þitt í kerfið okkar netfangið sem þú ert með skráð á áskriftina þína/aðganginn þinn.
Ef þú lendir í vandræðum með innskráningu og kerfið þekkir þig ekki, ekki hika við að 'Hafðu samband' hérna á síðunni og við skoðum þetta með þér!
Hvernig kaupi ég áskrift?
1. Opnaðu heimasíðu reebokfitness.is í tölvu eða síma.
Veldu græna kallinn efst í hægra horni á reebokfitness.is. Smelltu á 'Gleymdirðu lykilorðinu þínu?' til þess að fá sent nýtt lykilorð á netfangið sem þú skráðir. Í kjölfarið skráir þú þig svo inn á 'Mín síða' með kennitölunni þinni sem notendanafn og lykilorðinu sem þú fékkst sent. Fyrir miðri síðu sérð þú flipa sem heitir 'Kaupa kort'. Í felliglugganum velur þú þér þína 'Heimastöð' - þá stöð sem þú telur þig líklega/n til að sækja oftast. (Ath. ef þú velur að kaupa Engin binding/12 mánaðar áskrift í næsta skrefi ertu með aðgang í allar stöðvar, en ekki einungis í valdri heimastöð).
2. Veldu þá dagsetningu sem hentar þér að hefja áskrift.
Í næsta skrefi velur þú þá dagsetningu sem þú óskar þér að hefja áskrift þína. Þú getur valið hvaða dagsetningu sem er.
3. Veldu hvers konar aðgang þú vilt.
Veldu þann aðgang/áskrift sem hentar þér. Hægt er að velja um: Engin binding, 12 mánaðar áskrift, Námskeiðsaðgang, CrossFit Kötlu aðgang og eingreiðslukort (tímabundin kort). Einnig er hægt að velja um aðgang bara að stöðinni í Ásvallalaug ef þú velur 'Tjarnarvellir & Ásvallalaug' sem heimastöð.
4. Fylltu inn persónuupplýsingar.
Þegar þú hefur valið þann aðgang/áskrift sem hentar best flyst þú á næstu síðu þar sem þú fyllir inn persónuupplýsingar, þ.e. nafn, netfang, símanúmer, kennitölu, fæðingardag, kyn og heimilisfang. Í þessu skrefi þarf einnig að haka við að viðkomandi hafi lesið og samþykki skilmála Reebok Fitness til þess að færast á næsta skref og klára kaupferlið.
5. Greiðsla fyrir aðgang.
Í næsta skrefi fer svo fram greiðsla fyrir aðgang, þar sem þú fyllir inn kortaupplýsingar og klárar greiðslu í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun/Salt.
6. Fáðu augnskannamynd þína endurvirkjaða.
Við lok greiðslu ætti augnmynd þín að endurvirkjast. Ef þú lendir í vandræðum þegar þú mætir í fyrsta skipti, hafðu samband við sjálfsafgreiðslu/afgreiðslu eða sendu fyrirspurn í gegnum 'Hafðu samband' á reebokfitness.is og við kippum því í lag!
Hvar get ég séð skilmála Reebok Fitness?
Skilmála Reebok Fitness er hægt að nálgast hér.
Hvernig skrái ég mig í hóptíma?
Smelltu á græna kallinn efst í hægra horni á reebokfitness.is. Þar skráir þú þig inn með netfangi og lykilorði. (Ef þú mannst ekki lykilorðið getur þú fengið það sent í tölvupósti með því að smella á 'Gleymdirðu lykilorðinu þínu?'). Á næstu síðu sérðu flipa ofarlega til vinstri sem heitir 'Tímatafla'. Í flettiglugganum velur þú þá stöð sem þú ætlar að sækja hóptíma í. Þegar búið er að velja stöð velur þú þann tíma sem þú vilt fara í, smellir á hann og smellir svo á 'Skráðu þig', í kjölfarið á að birtast staðfesting á skráningu: 'Til hamingju, þú ert skráð/ur'. (Ath. mikilvægt er að afskrá sig ef þú kemst ekki í tímann, það er gert með sama hætti nema þú velur 'Hætta við bókun'.)
Hvert er best að leita ef ég hef frekari spurningar?
Við svörum öllum fyrirspurnum í tölvupósti. endilega sendu okkur línu gegnum ‘Hafdu Samband’ á reebokfitness.is og við svörum þér eins fljótt og mögulegt er.
Gleymt lykilorð?
Veldu græna kallinn efst í hægra horni á reebokfitness.is. Smelltu á 'Gleymdirðu lykilorðinu þínu?' til þess að fá sent nýtt lykilorð á netfangið sem þú skráðir, í kjölfarið færð þú sent lykilorð á netfangið sem þú slóst inn.
Hvert er notendanafnið mitt á 'Mín síða'?
Á nýju síðunni er notendanafnið þitt í kerfið okkar netfangið sem þú ert með skráð á áskriftina þína/aðganginn þinn.
Ef þú lendir í vandræðum með innskráningu og kerfið þekkir þig ekki, ekki hika við að senda póst á reebokfitness@reebokfitness.is eða í gegnum 'Hafðu samband' á reebokfitness.is og við skoðum þetta með þér!
Hvernig greiði ég fyrir áskrift í Reebok Fitness?
Allar greiðslur fyrir áskrift/aðgang í Reebok Fitness eru gerðar með greiðslukortum og fara í gegnum örugga greiðslusíðu hjá Borgun/Saltpay.
Við tökum ekki við reiðufé - einungis er hægt að greiða fyrir aðgang með greiðslukortum(alveg sama hvort það er debet eða kreditkort)
Flokkast sjálfkrafa greiðslur í áskrift ekki sem binding?
Sjálfkrafa greiðslur á áskriftarleiðinni 'Engin binding' flokkast ekki sem binding þar sem áskriftinni er hægt að segja upp a.m.k. 3 dögum fyrir mánaðarmót og tekur uppsögn þá gildi síðasta dag fylgjandi mánaðar. Einungis er verið að auðvelda viðskiptavininum greiðsluleiðir þar sem dregið er af þeim fasta upphæð hvern mánuð fyrir aðganginn þar til áskriftinni er sagt upp.
Við köllum þetta 'Engin binding' af því að þú getur sagt upp hvenær sem er fyrir mánaðarmót og tekur uppsögn þá gildi síðasta dag fylgjandi mánaðar. Þessi vara er ólík áskriftar samningum eins og þeir tíðkuðust alltaf áður en RF hóf sína starfsemi, en þannig var það ef þú ætlaðir að fá sanngjarnt verð fyrir líkamsrækt þurftir þú að binda þig til 12 mánaða, þess vegna segjum við 'Engin binding'.
Hvað á ég að gera ef ég lendi í vandræðum með greiðslur?
Ýmsar ástæður geta valdið því að ekki takist að greiða með greiðslukortinu þínu (m.a. er ekki næg heimild á kortinu, týnt/glatað kort, útrunnið kort o.s.frv.).
Best er að endurnýja kortaupplýsingar í gegnum 'Mín síða' með sama eða nýju korti og ætti þá greiðsla að fara í gegn starx daginn eftir. Einnig er hægt að velja að "greiða núna" útistandandi greiðslur inn á Mín síða.
Hvernig set ég inn nýjar greiðsluupplýsingar?
Þú þarft að skrá þig inn á 'Mín síða' á reebokfitness.is. Þar smellir þú á flipann "Samningar" og birtist svo þar ofarlega valmöguleikinn "Velja greiðslutegund". Þar smellir þú á 'Vista' og getur svo í kjölfarið fyllt út nýjar kortaupplýsingar á öruggri greiðslusíðu hjá Borgun/Salt. Athugið að það getur tekið allt að 3 virka daga fyrir nýjar greiðsluupplýsingar að fara í gegn.
Leiðbeiningar hér:
https://reebokfitness.is/nuverandi-medlimur/askriftir-greidslur/greidslukort/
Er hægt að frysta áskriftir?
Já - það fer reyndar eftir því hvaða samning þú ert með.
Þú skráir þig inn á 'Mín síða' - undir flipanum 'Samningar' getur þú séð undir 'Núverandi áskriftir' takka sem heitir 'Frysting' - smellir á hann og fylgir leiðbeiningum. Ef það birtist ekki möguleikinn 'Frysting' þá leyfir samningurinn þinn ekki frystingu áskriftar.
Hvað er frysting?
"Frysting" er möguleikinn á því að "frysta" greiðslur eða tímabil samninga einn mánuð í senn gegn lágu gjaldi sem er mismunandi eftir áskriftarsamningum.
Þú skráir þig inn á 'Mín síða' - undir flipanum 'Samningar' getur þú séð undir 'Núverandi áskriftir' takka sem heitir 'Frysting' - smellir á hann og fylgir leiðbeiningum. Ef það birtist ekki möguleikinn 'Frysting' þá leyfir samningurinn þinn ekki frystingu áskriftar.
Prenta kvittun?
Til þess að prenta kvittun/reikning skráir þú þig inn á 'Mín síða' ->
1. Velja 'Samningar' efst
2. Á miðri síðunni eru 'Yfirlit'.
3. Smelltu á flipa sem heitir 'Reikningar', þar finnur þú yfirlit yfir greiðslur og getur nálgast kvittanir á .pdf fyrir hverja greiðslu.
Ath. eitt skjal fyrir hverja greiðslu. Þetta á við um greiðslur frá og með janúar 2021.
Reikningar eru aðgengilegir uþb. sólarhring eftir að greiðslan á sér stað.
Hvernig segi ég upp áskrift?
Byrjar á því að skrá þig inn á 'Mín síða' - og þar, undir flipanum 'Samningar' getur þú séð box: 'Núverandi áskriftir' þar er takki sem heitir 'Hætta við'. Smellir á hann og fylgir leiðbeiningum.
Ef möguleikinn 'Hætta við' birtist ekki, þá leyfir samningurinn þinn ekki uppsögn á þessum tímapunkti.
Ath. að ef þú ert með fleiri en eina áskrift virka þarftu að velja 'Hætta við' á þeim öllum ef það er það sem þú kýst gera.
Ath. ef það er að birtast eitthvað (eða ekki að birtast) sem þú bjóst ekki við, endilega sendu okkur línu og við skoðum það í sameiningu.
Er hægt að greiða með frístundstyrk?
Unglingar 16-18 ára geta nýtt sér frístundastyrkinn, eins og staðan er í dag, samkv. reglum bæjarfélagana um frístundastyrkinn/hvatastyrk.
Sjá nánar um frístundastyrkinn hér.
Hóptímar
1. Hvers vegna er nauðsynlegt að bóka sig í hóptíma?
Hámarksfjöldi er í alla hóptíma og því er mikilvægt að tryggja sér pláss í sinn tíma til að vera öruggur á að geta verið með því ekki er hægt að stóla á að það sé laust pláss!
2. Hvernig skrái ég mig í hóptíma?
Smelltu á græna kallinn efst í hægra horninu á reebokfitness.is. Þar skráir þú þig inn með kennitölu sem notendanafni og lykilorði. (Ef þú mannst ekki lykilorðið getur þú fengið það sent í tölvupósti). Á næstu síðu sérðu flipa ofarlega til vinstri sem heitir 'Tímatafla'. Í flettiglugganum velur þú þá stöð sem þú ætlar að sækja hóptíma í. Þegar búið er að velja á stöð velur þú þann tíma sem þú vilt fara í, smellir á hann og smellir svo á 'Skráðu þig', í kjölfarið á að birtast staðfesting á skráningu: 'Til hamingju! Þú ert skráð/ur'.
3. Ef ég kemst ekki í bókaðan tíma, hvað geri ég?
Það er mikilvægt að muna að skrá sig úr tíma ef þú sérð þér ekki fært að mæta. Það er gert með sama hætti og að skrá sig í tíma, nema smellt er á 'Hætta við bókun' inni í viðeigandi tíma.
Einkaþjálfun
1. Hvert sný ég mér til að fá einkaþjálfun?
Best er að senda fyrirspurnir beint á einkaþjálfara Reebok Fitness, en þá má finna hér. Ef þú hefur almenna spurningu um einkaþjálfun getur þú einnig sent á einkathjalfun@reebokfitness.is.
2. Þarf ég að eiga kort í Reebok Fitness til að fara í einkaþjálfun?
Til að nýta sér einkaþjálfarana hjá Reebok Fitness þarf að hafa virkan aðgang í stöðinni.
CrossFit Katla
CrossFit er alveg sér áskrift.
Allar helstu upplýsingar um CrossFit Kötlu má sjá á heimasíðu klúbbsins CrossFitKatla.is
Námskeið
Námskeið og aðrir lokaðir tímar eru seldir sérstaklega, bæði sem viðbót við virka samninga og stundum sem sér aðgangur sem virkar aðeins fyrir það námskeið sem keypt var að, í þeirri stöð og á þeim tíma sem námskeiðið er kennt. Nánari upplýsingar um námskeið og tímasetningar má finna á námskeiða síðunni.
Sjálfsalar
Í öllum stöðvum okkar má finna sjálfsala þar sem hægt er að versla drykki og aðra næringu, ásamt lásum á skápa og fl.
Lendi viðskiptavinur í vandræðum með sjálfsala þarf að senda tölvupóst á sjalfsalar@reebokfitness.is. (ábendingar um vörur líka vel þegnar)
Muna að láta fylgja með upplýsingar um hvaða stöð, tímasetning, hvaða vara og hvaða upphæð var verið að versla ef þörf er á endurgreiðslu.
Hvað er sjálfsafgreiðsla?
Sjálfsafgreiðslan okkar er staðsett í Holtagörðum, Urðarhvarfi, Tjarnarvöllum, Lambhaga og Faxafeni. Þar getur þú mætt á hvaða tíma dagsins sem er og keypt áskrift, tekið augnmyndir eða sagt upp í gegnum 'Mín síða'.
Þú getur fengið beint samband við sérfræðing í gegnum myndsímtal í Sjálfsafgreiðlsu- tölvunum í andyrinu
8-19 alla virka daga, 10-18 á laugardögum og 12-18 á sunnudögum.
Eru sundlaugar, heitir pottar eða gufur í stöðvum Reebok Fitness?
Í stöðvum okkar á Tjarnarvöllum og í Lambhaga er að finna heitan pott, kaldan pott, úti-vatnsgufu og inni saunu.
Meðlimir Reebok Fitness hafa aðgang að þrem sundlaugum:
Sundlaug Kópavogs, Salalaug og Ásvallalaug.
Hvernig kemst ég inn í stöðvarnar þegar enginn starfsmaður er við afgreiðslu?
Til þess að komast inn í stöðvar Reebok Fitness notast þú við augnskanna. Augnskannamynd er tekin í sjálfsafgreiðslu stöðvanna við fyrstu komu.
Þú getur fengið beint samband við sérfræðing í gegnum myndsímtal í Sjálfsafgreiðlsu- tölvunum í andyrinu.
Svörunin er opin: 8-19 alla virka daga, 10-18 á laugardögum og 12-18 á sunnudögum.
Þau sem svara þar eru langbest í því að svara fyrir áskrifta og aðgangsmál, eða bara hvað sem er varðandi stöðvarnar okkar.
Eru læstir skápar í búningsklefum?
Í öllum stöðvum okkar eru skápar í búningsklefum, já. Í Holtagörðum, Urðarhvarfi, Faxafeni, Lambhaga og Tjarnarvöllum þarf viðskiptavinur að koma með hengilás til þess að læsa skápum, en einnig er hægt að versla lás í sjálfsölum.
Hvað er 'Heimastöð'?
Það er Reebok Fitness stöðin þín, eða sú stöð sem þú mætir helst í. Það þýðir ekki endilega að þú komist ekki í aðrar RF stöðvar.
Í einhverjum tilfellum er hægt að kaupa bara aðgang að einni stöð en það er þá sérstaklega tekið fram í kaupferlinu.
Prenta kvittun?
Til þess að prenta kvittun/reikning skráir þú þig inn á 'Mín síða' ->
1. Velja 'Samningar' efst
2. Á miðri síðunni eru 'Yfirlit'.
3. Smelltu á flipa sem heitir 'Reikningar', þar finnur þú yfirlit yfir greiðslur og getur nálgast kvittanir á .pdf fyrir hverja greiðslu.
Ath. eitt skjal fyrir hverja greiðslu. Þetta á við um greiðslur frá og með janúar 2021.
Reikningar eru aðgengilegir uþb. sólarhring eftir að greiðslan á sér stað.
Hvernig segi ég upp áskrift?
Byrjar á því að skrá þig inn á 'Mín síða' - og þar, undir flipanum 'Samningar' getur þú séð box: 'Núverandi áskriftir' þar er takki sem heitir 'Hætta við'. Smellir á hann og fylgir leiðbeiningum.
Ef möguleikinn 'Hætta við' birtist ekki, þá leyfir samningurinn þinn ekki uppsögn á þessum tímapunkti.
Ath. að ef þú ert með fleiri en eina áskrift virka þarftu að velja 'Hætta við' á þeim öllum ef það er það sem þú kýst gera.
Ath. ef það er að birtast eitthvað (eða ekki að birtast) sem þú bjóst ekki við, endilega sendu okkur línu og við skoðum það í sameiningu.
Hvernig get ég séð hvenær aðgangurinn minn rennur út?
Þú skráir þig inn á 'Mín síða' -> velur flipann efst: 'Samningar' og þar undir getur þú séð 'Núverandi áskrift' og allar nauðsynlegar upplýsingar um núverandi áskrift þína.
Hvar finn ég afrit af samningnum mínum?
Skráir þig inn á 'Mín síða' -> velur flipann 'Samningar' og efst á miðri síðunni eru 'Yfirlit'. Smelltu á flipa sem heitir 'Saga samninga'. Þar finnur þú yfirlit yfir alla þína samninga. Smelltu næst á lýsinguna undir 'Tegund áskriftar' á þeim samning sem þú vilt nálgast og þar finnur þú samninginn þinn.
Hvert er aldurstakmarkið í stöðvar Reebok Fitness?
Aldurstakmarkið miðast almennt við 15 ára á árinu til að kaupa aðild í RF.
(Í Kópavogs- og Salalaug mega 12 til 15 ára kaupa kort í afgreiðslu sundlauganna og mæta þar í fylgd með fullorðnum.)
Boðið er upp á námskeið og kort fyrir ungmenni á ýmsum aldri gegnum frístundastyrkskerfið og Sportabler.
Forráðamaður getur sótt um undanþágu fyrir 12 - 15 ára til að mega æfa í fylgd með ábyrgðarmanni á stærri stöðvunum okkar.
Nánari upplýsingar hér:
Eruð þið með símanúmer?
Við erum ekki með síma en svörum öllum fyrirspurnum rafrænt.
Okkar markmið er að þú getir fundið svarið sem fyrst - svo þú þurfir ekki að bíða eftir okkur að svara þér - ætlum við að spyrja þig nokkurra spurninga sem vonandi leiða þig að svari strax. Ef við náum ekki að svara þér þannig geturðu auðvitað sent okkur línu.
Endilega skoðaðu 'Hafðu samband' og við "svörum" þér eins fljótt og mögulegt er.
Sá aðili hjá okkur sem les og svarar fyrirspurnum - er einmitt sá sem kann það hvað best. Við beinum fyrirspurnum beint til þeirra sem vita svarið.
Fá nýtt lykilorð?
Smelltu hér --> 'Gleymdirðu lykilorðinu þínu?'
Sláðu inn netfangið sem er skráð hjá okkur og loks á 'endurstilla'.
Það ætti að berast tölvupóstur innan skamms.
Ef þú sérð hann ekki innan 2 mínútna - leitaðu í "Junk/Spam" 😉
Hvernig breyti ég lykilorðinu mínu?
Þú skráir þig inn á 'Mín síða' og þar í hægra horninu efst sérð þú 'Mín síða' og í felliglugganum smellir þú á 'Minn prófíll'. Þar smellir þú á 'Almennar upplýsingar' og smellir svo þar á 'Breyta lykilorði'.
Þar skráir þú inn gamla lykilorðið og síðan það lykilorð sem þú kýst að hafa og smellir svo á 'Breyta lykilorði'.
Ath. að nýtt lykilorð þarf að innihalda að minnsta kosti 8 tákn - Þar af veður að vera amk. eitt af hverju: hástafur, lágstafur, tölustafur og sértákn.
Hvert er notendanafnið mitt á 'Mín síða'?
Á nýju síðunni er notendanafnið þitt í kerfið okkar netfangið sem þú ert með skráð á áskriftina þína/aðganginn þinn.
Ef þú lendir í vandræðum með innskráningu og kerfið þekkir þig ekki, ekki hika við að sendu okkur línu gegnum ‘Hafa Samband’ og við skoðum þetta með þér!
Hvernig stofna ég aðgang ef ég hef keypt kort í afgreiðslu sundlauganna?
Til þess að geta bókað sig í tíma í tímatöflunni þarf að vera með aðgang í nýja kerfinu okkar. Ef þú átt ekki netfang skráð í nýja kerfinu hjá okkur þarftu að fylgja þessum leiðbeiningum (opnast í nýjum glugga) og ganga frá skráningu.
Korthafar okkar í sundlaugunum eru í allt öðru kerfi, sem talar engan veginn við aðalkerfið okkar sem stjórnar aðgangi og tímabókunum. Samkvæmt útboði um þessa starfsemi, þá eru þessi kort seld í gegnum sundlauga-aðgangskerfið. Það eru möguleikar fyrir árskorthafa að skipta út miða fyrir augnskanna aðgang ogfl. nánari upplýsingar hér: reebokfitness.is/kopavogur