Það gleður okkur að tilkynna það að James Davis, frábær BJJ þjálfari, hefur hafið samstarf með okkur í ReebokFitness.
Við erum að innrétta nýjan sal í Holtagörðum sem mun hýsa Momentum BJJ
Þar verður boðið upp á æfingar fyrir byrjendur og lengra komna. Sérstaka tíma fyrir konur og loks krakka og unglinga tíma.
Planið er að byrja í mars
Vertu með frá upphafi skráðu þig HÉR
Ný momentum upplýsingasíða og stundatafla koma inn á næstu dögum 👌💪
Við getum ekki annað en tekið Veðurspá morgundagsins alvarlega. Allir morgun tímar falla niður. Ætti að verða yfirstaðið fyrir hádegið svo tíma taflan helst óbreytt frá og með hádeginu.
Stöðin okkar í Faxafeni mun opna kl.10
Kópavogs- og Salalaug opna kl.12
Allar aðrar stöðvar opna á réttum tíma en við hvetjum þig samt til að vera ekki á ferðinni. 💚
ATH. Efri hurðin í Lambhaga verður læst og hægt verður að fara inn að neðan
Áfram óbreyttar takmarkanir í ræktinni
Tækjasalurinn, hóptímar og námskeið í fullum gangi miðað við helming af hámarksfjölda.
Verum skynsöm. Það er ekkert mál að sótthreinsa og passa að vera ekki ofan í öðrum... nóg er plássið.
Það verður veisla í Holtagörðum í dag (11.11) milli 17 og 19 - Skoðaðu viðburðinn hér
10 ár eru furðulega fljót að líða. Okkur finnst eins og það hafi verið bara í síðustu viku sem við opnuðum Holtagarða, okkar fyrstu stöð. Við rekum núna 7 stöðvar og vonumst til að bæta í það frábæra úrval við fyrsta tækifæri!
Við erum dansandi á bleiku skýji með þennan áfanga og getum ekki beðið eftir NÆSTU 10 árum!
Þetta væri að sjálfsögðu ekki möguleiki ef ekki væri fyrir okkar frábæru meðlimi sem hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt! Það eru margar tilfinningar sem við finnum, en þó aðallega ÞAKKLÆTI!
Okkar frábæru BodyPump þjálfarar ætla að sýna þér allt það nýjasta sem er að gerast í BodyPump heiminum.
Ný tónlist, nýjar áherslur og nýjar æfingar!
Sunnudaginn 5.september verðum við með kynningartíma á BodyPump 118 og er það opið fyrir alla, þú þarft ekki að vera meðlimur ReebokFitness til að taka þátt. Þú tekur plássið þitt frá með því að fylgja ferlinu hérna neðar í þessari frétt.
Vinsamlegast ekki taka frá pláss nema að þú ætlir þér að mæta.
Leyndarmálið á bak við BodyPump er kallað THE REP EFFECT og er bylting í styrktarþjálfun sem skilar mælanlegum breytingum á líkamanum. Árangurinn í BodyPump er fólginn í markvissu álagi með því að þreyta vöðvana þangað til að við getum ekki meir í hverri æfingu.
Svona getur þú skráð þig í tímann:
Með því getur þú búið til aðgang án þess að hengja við þig áskriftarleið og þannig getur þú tekið frá plássið þitt í tímanum!
Núna í ágúst verðum við með opna kynningartíma af öllum námskeiðum!
Ef þú ert ekki viss hvort að námskeið henta þér þá er þetta tíminn til að koma og prufa. Kennararnir okkar geta líka svarað öllum þeim spurningum sem þú gætir haft og leiðbeint þér í því sem virkar best fyrir þig.
Þú þarft ekki að vera meðlimur ReebokFitness til að koma og prufa. Það sem þú gerir er að skrá þig á 2 daga prufuaðgang og þannig getur þú skráð þig í kynningartímana.
Endilega skoðaðu námskeiðin sem við höfum upp á að bjóða og þú getur svo skoðað tímatöfluna fyrir hverja stöð hér
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband
Bestu kveðjur,
Team ReebokFitness
Engar takmarkanir frá og með morgundeginum 26.júní
Spurning hvort þetta verði nýr þjóðhátíðardagur?? 😀
Tökum þessum æðislega áfanga fagnandi. Við hlökkum ekkert lítið til að sjá þig í ReebokFitness að taka vel á því og hafa gaman.
Við og Þórólfur mælum að sjálfsögðu áfram með persónubundnum sóttvörnum.
Gleðilegt takmarkanalaust sumar 💚
https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni
https://www.veitur.is/truflun/heitavatnslaust-i-kopavogi-1
Það er heitavatnslaust í Kópavogslaug í dag (22.júní) frá 09:00 - 18:00 vegna vinnu við dreifikerfi Veitna.
Vegna þessa þá er ekkert heitt vatn í sturtum og kalt í salnum, nú er kannski tilvalið að prufa kalda sturtu?
Við minnum á að Salalaug virkar sem skildi.
Hér má sjá opnunartíma Reebok Fitness stöðva á 17. Júní.
Verðum auðvitað með flott úrval hóptíma í stöðvunum 💚
Sjáumst í ReebokFitness 💚
Frá og með deginum í dag komumst við ennþá nær "norminu" eins og við þekktum það.. Við ætlum þó áfram að passa hreinlætið og óþarfa nálægð - annars eru eiginlega engar afsakanir eftir 🙂
"Heilsu- og líkamsræktarstöðvar eru opnar fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta, en þó mega ekki vera fleiri en 300 manns í hverju rými og 1 meters nálægðarmörk virt. Viðskiptavinir skulu skráðir fyrirfram og sótthreinsa skal búnað á milli notenda."
https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni
Persónubundnar sóttvarnir ættu síðan ekki að vefjast fyrir neinum lengur... svo við erum ekkert að hafa þetta lengra 😉
Vertu hjartanlega velkomin
ReebokFitness 💚
...English version...
As of today we are getting even closer to the norm as we knew it .. We will continue to take care of hygiene and safe distance - there are really no excuses left 🙂
"Health and fitness centers are open to the maximum number of guests allowed, but may not exceed 300 people in each room and the 1 meter proximity limit must be respected. Customers must be registered in advance and equipment must be disinfected between users."
https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni
Personal infection prevention is something everybody is well aware of.. so lets not make this any longer 😉
Looking forward to seeing you
ReebokFitness 💚