Það gleður okkur að tilkynna það að James Davis, frábær BJJ þjálfari, hefur hafið samstarf með okkur í ReebokFitness.
Við erum að innrétta nýjan sal í Holtagörðum sem mun hýsa Momentum BJJ
Þar verður boðið upp á æfingar fyrir byrjendur og lengra komna. Sérstaka tíma fyrir konur og loks krakka og unglinga tíma.
Planið er að byrja í mars
Vertu með frá upphafi skráðu þig HÉR
Ný momentum upplýsingasíða og stundatafla koma inn á næstu dögum 👌💪
Við getum ekki annað en tekið Veðurspá morgundagsins alvarlega. Allir morgun tímar falla niður. Ætti að verða yfirstaðið fyrir hádegið svo tíma taflan helst óbreytt frá og með hádeginu.
Stöðin okkar í Faxafeni mun opna kl.10
Kópavogs- og Salalaug opna kl.12
Allar aðrar stöðvar opna á réttum tíma en við hvetjum þig samt til að vera ekki á ferðinni. 💚
ATH. Efri hurðin í Lambhaga verður læst og hægt verður að fara inn að neðan
Áfram óbreyttar takmarkanir í ræktinni
Tækjasalurinn, hóptímar og námskeið í fullum gangi miðað við helming af hámarksfjölda.
Verum skynsöm. Það er ekkert mál að sótthreinsa og passa að vera ekki ofan í öðrum... nóg er plássið.
Okkar frábæru BodyPump þjálfarar ætla að sýna þér allt það nýjasta sem er að gerast í BodyPump heiminum.
Ný tónlist, nýjar áherslur og nýjar æfingar!
Sunnudaginn 5.september verðum við með kynningartíma á BodyPump 118 og er það opið fyrir alla, þú þarft ekki að vera meðlimur ReebokFitness til að taka þátt. Þú tekur plássið þitt frá með því að fylgja ferlinu hérna neðar í þessari frétt.
Vinsamlegast ekki taka frá pláss nema að þú ætlir þér að mæta.
Leyndarmálið á bak við BodyPump er kallað THE REP EFFECT og er bylting í styrktarþjálfun sem skilar mælanlegum breytingum á líkamanum. Árangurinn í BodyPump er fólginn í markvissu álagi með því að þreyta vöðvana þangað til að við getum ekki meir í hverri æfingu.
Svona getur þú skráð þig í tímann:
Með því getur þú búið til aðgang án þess að hengja við þig áskriftarleið og þannig getur þú tekið frá plássið þitt í tímanum!
Núna í ágúst verðum við með opna kynningartíma af öllum námskeiðum!
Ef þú ert ekki viss hvort að námskeið henta þér þá er þetta tíminn til að koma og prufa. Kennararnir okkar geta líka svarað öllum þeim spurningum sem þú gætir haft og leiðbeint þér í því sem virkar best fyrir þig.
Þú þarft ekki að vera meðlimur ReebokFitness til að koma og prufa. Það sem þú gerir er að skrá þig á 2 daga prufuaðgang og þannig getur þú skráð þig í kynningartímana.
Endilega skoðaðu námskeiðin sem við höfum upp á að bjóða og þú getur svo skoðað tímatöfluna fyrir hverja stöð hér
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband
Bestu kveðjur,
Team ReebokFitness
https://www.veitur.is/truflun/heitavatnslaust-i-kopavogi-1
Það er heitavatnslaust í Kópavogslaug í dag (22.júní) frá 09:00 - 18:00 vegna vinnu við dreifikerfi Veitna.
Vegna þessa þá er ekkert heitt vatn í sturtum og kalt í salnum, nú er kannski tilvalið að prufa kalda sturtu?
Við minnum á að Salalaug virkar sem skildi.
Hér má sjá opnunartíma Reebok Fitness stöðva á 17. Júní.
Verðum auðvitað með flott úrval hóptíma í stöðvunum 💚
Sjáumst í ReebokFitness 💚
Hækkað hámark í hóptíma!
Tækjasalurinn er bara eitt alvöru hólf með aðgengi að öllum búnaði 🙂
Augnskanninn sér um að telja inn og heldur þar með utan um bókunina þegar þú mætir í gegnum hliðið.
Búningsklefar og pottar opnir ✅
Við ætlum áfram að muna eftir og fylgja þessum gullnu-reglum:
Verum skynsöm og saman með allt á sótthreinu! 💚
English version:
The covid rules have loosened up a bit.
Some group classes limit will raise...
The weight room will be just one area with access to all equipment 🙂
The access system takes care of counting and thus keeps track of the booking when you arrive through the gates.
Locker-rooms and spa open ✅
We will continue to follow these golden rules: