Katla Fitness – Nýtt nafn, sama þjónusta!

Við erum spennt að tilkynna að Reebok Fitness heitir nú Katla Fitness! Nafnið stendur fyrir kraftinn sem býr í okkur öllum. Við viljum hjálpa þér að virkja þinn!

Af hverju Katla Fitness?

Samstarfinu við Reebok vörumerkið lauk nýlega, og við ákváðum að nýta tækifærið til að styrkja okkar eigin ímynd. Nafnið Katla hefur fylgt okkur frá upphafi með CrossFit KÖTLU, og það var því eðlilegt skref að gera það að nafni allra stöðvanna okkar.

Breytingar fyrir þig?

Allt helst óbreytt nema nafnið. Við bjóðum áfram sömu þjónustu, sömu stöðvar og sama góða fólkið. Á næstu vikum munum við skipta út ljósaskiltum og smám saman uppfæra merkingar í stöðvunum.

Reebok verður áfram hluti af okkar sögu og mun alltaf eiga sinn stað hjá okkur – engin skömm þó nafnið sjáist enn einhvers staðar.

Nafnasamkeppnin.

Við leituðum til meðlima okkar og vina til að finna nýtt nafn, og öll gátu sent inn sínar hugmyndir. Sigurvegarinn hlaut gjafabréf að andvirði 250.000 króna hjá Icelandair!

Það bárust hátt í 3.000 tillögur, og við erum djúpt þakklát fyrir alla þátttökuna. Við erum sannfærð um að Katla Fitness sé fullkomið nafn fyrir framtíðina.

Við hlökkum til að sjá þig hjá okkur, virkja þinn kraft og halda áfram að byggja upp öflugt samfélag saman.

Kær kveðja,
Katla Fitness

Páskarnir breyta ekki miklu fyrir opnunartímana í:

Holtagörðum, Urðarhvarfi, Tjarnarvöllum, Faxafeni og Lambhaga

Opnunartímar þar haldast óbreyttir yfir páskana.
Páska-sunnudagur er þá bara eins og venjulegur sunudagur osfrv.

Kópavogslaugar og þjónustuverið verða með sérstakan Páska-opnunartíma sem þú getur séð á meðfylgjandi mynd.

English:

Easter opening hours

Easter will not affect the opening hours of our clubs in Holtagarðar, Urðarhvarf, Tjarnarvellir, Faxafen og Lambhagi. They will stay open as usual. Easter Sunday is just Sunday and so on.
Kópavogs- and Salalaug and the helpdesk(Þjónustuver) will have special openinghours.

Við viljum fagna með þér💚

Afmæli á öllum stöðvum - hliðin opin
og æðislegir afmælistímar í töflunni!
Dragðu einhvern skemmtilegan með þér!  

Síðan partý í Lambhaga:

Kíkt'á töfluna, veldu þinn tíma, reimaðu spariskóna 👠 gríptu æfingafélaga og vertu með okkar á afmælisdaginn!!

- Allir velkomnir í tíma á meðan það er pláss -
skráðir hafa forgang en kennarinn reynir að koma öllum fyrir


Afmælistilboð - SEX MÁNUÐIR
Eingreiðslukort
-15þ. krónu afsláttur
45.900 í stað 59.900


Afmælis-gjöf frá okkur til þín🎁

Við kynnum glænýja þjónustu sem byrjar í Lambhaga á föstudag.
smá hint...: 

🕙🌜🌃😴🏋🏼🧛🏻‍♀️🌛🕡

Afmælisveisla í dag

Það verður veisla í Holtagörðum í dag (11.11) milli 17 og 19 - Skoðaðu viðburðinn hér

Fyrir sléttum tíu árum þann 11.11.11 opnaði ReebokFitness

10 ár eru furðulega fljót að líða. Okkur finnst eins og það hafi verið bara í síðustu viku sem við opnuðum Holtagarða, okkar fyrstu stöð. Við rekum núna 7 stöðvar og vonumst til að bæta í það frábæra úrval við fyrsta tækifæri!

Við erum dansandi á bleiku skýji með þennan áfanga og getum ekki beðið eftir NÆSTU 10 árum!

Þetta væri að sjálfsögðu ekki möguleiki ef ekki væri fyrir okkar frábæru meðlimi sem hafa staðið með okkur í gegnum súrt og sætt! Það eru margar tilfinningar sem við finnum, en þó aðallega ÞAKKLÆTI!

Engar takmarkanir frá og með morgundeginum 26.júní
Spurning hvort þetta verði nýr þjóðhátíðardagur?? 😀

Tökum þessum æðislega áfanga fagnandi. Við hlökkum ekkert lítið til að sjá þig í ReebokFitness að taka vel á því og hafa gaman.

Við og Þórólfur mælum að sjálfsögðu áfram með persónubundnum sóttvörnum.

Gleðilegt takmarkanalaust sumar 💚

https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni

Frá og með deginum í dag komumst við ennþá nær "norminu" eins og við þekktum það.. Við ætlum þó áfram að passa hreinlætið og óþarfa nálægð - annars eru eiginlega engar afsakanir eftir 🙂

"Heilsu- og líkamsræktarstöðvar eru opnar fyrir leyfilegan hámarksfjölda gesta, en þó mega ekki vera fleiri en 300 manns í hverju rými og 1 meters nálægðarmörk virt. Viðskiptavinir skulu skráðir fyrirfram og sótthreinsa skal búnað á milli notenda."

https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni

Persónubundnar sóttvarnir ættu síðan ekki að vefjast fyrir neinum lengur... svo við erum ekkert að hafa þetta lengra 😉



Vertu hjartanlega velkomin
ReebokFitness 💚


...English version...

As of today we are getting even closer to the norm as we knew it .. We will continue to take care of hygiene and safe distance - there are really no excuses left 🙂

"Health and fitness centers are open to the maximum number of guests allowed, but may not exceed 300 people in each room and the 1 meter proximity limit must be respected. Customers must be registered in advance and equipment must be disinfected between users."

https://www.covid.is/flokkar/gildandi-takmarkanir-i-samkomubanni

Personal infection prevention is something everybody is well aware of.. so lets not make this any longer 😉

Looking forward to seeing you
ReebokFitness 💚

... MÆTA AFTUR

Á morgun, fimmtudag 15.apríl, fáum við að opna aftur og þá megum við mæta aftur í ReebokFitness 💪

Allar stöðvarnar* opnar, búningsklefar og pottar 😉
*nema Ásvallalaug - ath korthafar þar hafa fullan aðgang að Tjarnarvöllum.
Bókanlegir tímar eru komnir í töflur.
Skoðaðu tímatöflurnar fyrir hóptíma og tækjasalinn hér:
https://reebokfitness.is/hoptimar/

Það fylgja þessu smá..pínu takmarkanir en annars bara eintóm hamingja 💚 

Í sameiningu ætlum við að passa vel upp á eftirfarandi:

Ef við erum saman með þetta allt á sóttHREINU
þurfum við vonandi ekki að snúa aftur á heimaæfingar 🙂

Hlökkum mikið til að sjá þig
ReebokFitness💚

Frá og með morgundeginum 24.febrúar

Hækkar hámarkið í einhverja hóptíma!
Tækjasalurinn verður þá bara eitt alvöru hólf með aðgengi að öllum búnaði 🙂

Augnskanninn sér um að telja inn og heldur þar með utan um bókunina þegar þú mætir í gegnum hliðið. Þú mátt vera klukkutíma á æfingu og hálftíma til að fara úr húsi samkvæmt leiðbeiningum Heilbrigðisráðuneytis

Búningsklefar og pottar opnir ✅

Við ætlum áfram að muna eftir og fylgja þessum gullnu-reglum:  

Verum skynsöm og saman með allt á sótthreinu! 💚



English version:

Starting tomorrow, February 24th the covid rules will loosen up a bit.

Some group classes limit will raise...
The weight room will be just one area with access to all equipment 🙂

The access system takes care of counting and thus keeps track of the booking when you arrive through the gates.

Locker-rooms and spa open ✅

We will continue to follow these golden rules:


Salalaugin opnar mánudaginn 15.feb
En með nokkrum skilyrðum sóttvarnaryfirvalda:

Tækjsalurinn í Salalaug verður eitt svæði og bætist inn á sömu töflu
Til þess að geta bókað sig í tíma í tímatöflunni þarf að vera með aðgang í nýja kerfinu okkar.  Hér eru smá leiðbeiningar (opnast í nýjum glugga) til að ganga frá skráningunni í nýja kerfið.

Einhverjar hóptímar í Kópavogslaug eru
Gildistími korta verður framlengdur sjálfkrafa sem nemur lokununni.

Gangi ykkur rosa vel,  ef það er eitthvað vesen endilega sendu okkur línu í gegnum "hafa samband" formið og við leysum það.

Hlökkum til að hittast í Kópavoginum 

Kær kveðja
Stjórn og starfsfólk ReebokFitness 💚

Kópavogslaug fær loksins að opna aftur - 
En með nokkrum skilyrðum sóttvarnaryfirvalda:

Við skiptum upp í 2 svæði Tækjasal og Lóðasal
Til þess að geta bókað sig í tíma í tímatöflunni þarf að vera með aðgang í nýja kerfinu okkar.  Hér eru smá leiðbeiningar (opnast í nýjum glugga) til að ganga frá skráningunni í nýja kerfið.

Korthafar okkar í sundlaugunum eru í allt öðru kerfi, sem talar engan veginn við aðalkerfið okkar sem stjórnar aðgangi og tímabókunum. Samkvæmt útboði um þessa starfsemi, þá eru þessi kort seld í gegnum sundlauga-aðgangskerfið, sem var svosem allt í góðu, ekki var hægt að sjá þetta fyrir. Ef við myndum bara opna án aðgagngstýringar og bókunar, værum við að brjóta lykilregluna um tímabókun í núverandi tilslökunum sóttvarnayfirvalda. Þess vegna þarf núna að skrá sig svo hægt sé að nota bókunarkerfi. 

Athugið að hóptímar í Kópavogslaug þurfa að bíða eftir frekari tilsökunum, salirnir eru ekki það stórir til að geta haft nægilegt pláss fyrir nægilega marga.
Gildistími korta verður framlengdur sjálfkrafa sem nemur lokununni.

Gangi ykkur rosa vel,  ef það er eitthvað vesen endilega sendu okkur línu í gegnum "hafa samband" formið og við leysum það.

Hlökkum til að hittast í Kópavoginum 
Salalaug opnar síðan á næstu dögum.

Kær kveðja
Stjórn og starfsfólk ReebokFitness 💚

Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram