Öryggi persónuupplýsinga meðlima skiptir RFC ehf miklu máli.
Hvað geymum við í gagnagrunni?
Grunnupplýsingar: Nafn, heimilisfang, kennitölu, símanúmar, netfang og þær þjónustuleiðir og tímabil sem hafa verið keypt.
Greiðslu-upplýsingar:RFC notar þjónustu frá færsluhirði þar sem RFC geymir einungis einkvæmt sýndarnúmer hjá sér í stað kortanúmers. Þetta númer getur virkað áfram þó gildistími greiðslukortsins sé liðinn og eða sjálfu greiðslukortinu hefur verið tilkynnt týnt eða lokað, líkt og hjá öðrum áskriftarveitum.
Vafrakökur:"Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vafrinn þinn geymir í tölvunni þinni að beiðni netþjóna. RFC notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna, hvað þú keyptir og til markaðssetningar.
Myndavélar.Á flestum sameiginlegum svæðum í öllum stöðvum RFC fer fram rafræn vöktun með eftirlitsmyndavélum. Þær eru til þess að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina á meðan þau nýta þá þjónustu sem veitt er ásamt því að gæta hagsmuna RFC.
Sjá nánar:"Fræðsla vegna notkunar eftirlitsmyndavéla"
Augnskanni: Aðgangi að Reebok Fitness er stýrt með augnskanna. Við fyrstu heimsókn er tekin augnmynd af iðkendum sem er nauðsynlegt svo hægt sé að veita aðganginn. Öll þurfa að nota augnskannann við hverja heimsókn í Reebok Fitness. Við það safnast mætingarsaga sem er geymd eingöngu af öryggis- og þjónustuástæðum og eru aldrei afhentar þriðja aðila nema þá með leyfi viðskiptavinar.
Réttar persónuupplýsingar hjá RFC og uppfærsla þeirra eru á ábyrgð meðlima. Vilji meðlimur uppfæra persónulegar upplýsingar sínar og/eða óska eftir breytingu á aðild þá er það gert á "Mín síða". Nánari upplýsingar eru aðgengilegar
hér.
Gakktu úr skugga um að þú hafir lesið og skilið persónuverndarstefnu RFC ehf, áður en þú samþykkir skilmála samnings þíns.