Ég tek að mér að þjálfa byrjendur og lengra komna í einkaþjálfun og hópþjálfun.
Ég legg áherslu á fjölbreyttar æfingar með lóð og eigin líkamsþyngd. Ég blanda saman æfingum með hárri ákefð annars vegar og minni ákefð og meiri þyngdum hins vegar, allt eftir þörfum hvers og eins.
Ég legg áherslu á heilbrigði án öfga í bæði hreyfingu og mataræði og vel fjölbreytta næringu án fæðubótaefna.
Orðatiltækið "mest er ekki alltaf best" finnst mér eiga vel við í þjálfuninni. Það sem skiptir máli er að sýna þrautsegju með því að mæta í hverri viku, leyfa breytingum að taka tíma og njóta á leiðinni að markmiðinu.
Ég hef langa reynslu af þjálfun og hóptímakennslu og þjálfun er eitt af því sem gefur mér hvað mest að fást við.
MEd í Heilsuþjálfun og kennslu frá HR 2020
BSc í Íþróttafræði frá HR 2018
Einkaþjálfarapróf 2005
Kennsluréttindi í 5 Les Mills prógrömmum
Ýmis stutt námskeið og ráðstefnur
Hef 25 ára reynslu af heilsuþjálfun