Ingbjörg K. Halldórsdóttir

Um mig

Einkaþjálfari

Hóptímakennari

Ég er sjálfstætt starfandi íþróttafræðingur hjá iHeilsu og Kötlu Fitness og kenni einka-, para-, stoðkerfis- og orkuþjálfun auk einstaklingsmiðaðra hóptíma.  Ég býð upp á þjálfun fyrir allan aldur; börn, ungmenni, fullorðna og eldri borgara.

 
Ég hef sérþekkingu í kulnun, streitu, gigt/vefjagigt, síþreytu, áföllum, stoðkerfisverkjum og endurhæfingu eftir meiðsl og aðgerðir. 
 

Ég hef þjálfað í yfir 25 ár og starfað mikið með sjúkraþjálfurum. Ég er í samstarfi við VIRK og og þú færð nótu fyrir stéttarfélagið og vinnuna.

Bakgrunnur minn er mjög fjölbreyttur; allt frá því að starfa með sjúkraþjálfurum í Danmörku, vera í erlendri færsluhirðingu kreditkorta og yfir í að vera flugfreyja í heimstúr hjá rokkstjörnum.

Ég þrífst á að læra nýja hluti og vera í samskiptum við fólk.

Uppáhaldsmatur er jólamaturinn; rjúpa með tilheyrandi meðlæti og sósu.

Uppáhaldsmóttó „Það gerir enginn neitt fyrir mig, en margir munu aðstoða ef ég hlusta og þigg hjálpina“.

MENNTUN/REYNSLA

MPM master, B.Sc í íþróttafræði með skiptinámi í Noregi, Hússtjórnarskólinn, Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík, íþróttalýðháskóli í Danmörku, Verzlunarskóli Íslands og fjölmörg námskeið og fyrirlestrar innan heilsu hjá mismunandi heilbrigðisstéttum. 
 

Ég hef yfirgripsmikla þekkingu á mataræði og næringu sem og þjálfun kvenna á meðgöngu og eftir barnsburð.

Sömuleiðis hef ég þjálfað börn og unglinga í áraraðir í íþróttaskólum og frjálsum íþróttum, einnig aldraða í sundleikfimi og mætt heim til fólks og kennt æfingar.

 
www.iheilsa.is - Gerum þetta saman - 
....ég hlakka til að heyra frá þér!

HVAR FINNURÐU MIG?

Salalaug
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram