Ég er hóptímakennari og einkaþjálfari en samhliða því starfa ég sem endurskoðandi.
Líkamsrækt hefur alltaf verið mín útrás og ástríða, hvort sem það er í formi crossfit, olympískra lyftinga, ketilbjalla, tabata eða annarrar styrktarþjálfunar. Á sama tíma hef ég á síðustu árum uppgötvað gildi þess að hægja á og gefa mér rými fyrir endurheimt, jóga og rólegri æfingar.
Fátt veitir mér jafn mikla gleði og að vera úti í náttúrunni, hvort sem það er gönguferð í íslensku landslagi eða einfaldlega að njóta ferska loftsins. Ég trúi því að hreyfing eigi að næra bæði líkama og huga og að hún eigi alltaf að vera í takt við það sem við þurfum hverju sinni.
Ástríða mín er að sjá fólk blómstra og öðlast styrk og sjálfstraust í gegnum hreyfingu. Markmiðið mitt er að styðja þig á þínu ferðalagi óháð því hvar þú ert að byrja eða hvert þú stefnir.
Mitt motto: Elevate yourself always