Fædd og uppalin vestur á fjörðum og fékk því ferskt fjallaloftí vöggugjöf. Byrjaði svo strax sem smástelpa í allskonar hreyfingu og útivist, hvort sem það var í sundinu eða göngum úti í náttúrunni með mömmu og pabba. Ég kann því best við mig á leiðinni uppá fjall eða þjótandi um eftir stígum og slóðum á hjólinu mínu. Þar sem loftið er ferskt er þar sem ég vil vera.
Móttóið mitt er að „Það þarf allaf að vera hreyfing“
Ég er með ACE þjálfara- og kennarapróf og hef kennt margskonar hóptíma og námskeið í fjöldamörg ár.