Erna Rós

Um mig

Hóptímakennari

Ég hef alltaf haft mikla hreyfiþörf og á erfitt með að sitja kyrr. Var meira á hvolfi en á fótum sem krakki. Er lífsglöð og elska að hjálpa fólki. Hef æft fimleika og listdans og starfa sem umsjónarkennari í grunnskóla.

Ég mætti í hóptíma hjá Reebok Fitness fyrir nokkrum árum og áður en ég vissi af voru kennarar farnir að biðja mig að leysa sig af. Það var því ekkert annað í stöðunni en að skrá mig sem afleysingakennara hjá Reebok Fitness og taka Zumba kennsluréttindi (ZIN) 💚
Ég kenni annan hvern laugardag í Holtagörðum RF Danz.

Ég elska að fylgjast með dýrum og fegurðinni í náttúrunni, það fyllir algjörlega á andlegu hliðina. Mér finnst líka notalegt að prjóna eða hekla með hljóðbók eða hlaðvarp í eyrunum. Ég er með fullkomnunaráráttu og minni mig reglulega á að það má ruglast!

Mantran mín sem fær mig til að sjá eitthvað jákvætt úr öllu er „fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott.”

MENNTUN/REYNSLA

Námsferill minn er fjölbreyttur en samt tengdur. Allt tengist hreyfingu og/eða að vinnu með fólki.

Dansaradiplóma frá Danslistarskóla JSB.
Íþrótta- og heilsufræði (B.S.) frá Háskóla Íslands.
Uppeldis- og menntunarfræði (M.A.) frá Háskóla Íslands.
Kennsluréttindi í leik-, grunn- og framhaldsskóla.
Zumba Instructor. Kennsluréttindi Zumba.

HVAR FINNURÐU MIG?

Holtagarðar, Kópavogslaug
Ertu með ábendingu út af þessari síðu? Smelltu hér!
cross linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram