Við vorum að svissa yfir á nýja síðu.. hún er svo miklu flottari en sú gamla💚 og betri.
Búin að bíða lengi eftir þessu og vinna mikið svo að við fáum að bóka okkur í tímana sem hefjast á morgun 13.jan þegar nýjar sóttvarnarreglur taka gildi.
Það er tvennt sem breytist, notendanafnið þitt verður núna netfangið þitt. Við megum og getum ekki flutt lykilorð með okkur svo það þarf að fá nýtt lykilorð.
Þú græjar það með því að smella á Gleymdirðu lykilorðinu þínu?
- ath það gæti tekið eina..tvær mínútur að berast þér í tölvupósti.
...OOGG ef það er ekki að berast.. liggur það kannski í "Junk mail"
Þegar inn er komið geturðu byrjað að bóka þig í einhvern æðislegan tíma, loksins. Þú athugar kannski að það er núna sér-bókunarsíða fyrir hverja stöð sem gæti verið pínu ruglandi. Skoðaðu endilega Spurt og svarað ef það er eitthvað óljóst.
Auðvitað er örugglega alveg tonn af hlutum sem gætu hafa farið úrskeiðis, en við leysum það saman 🙂
- annars bara Gleðilegan 13.jan á morgun 💚