Yin Yoga og djúpslökun

13 janúar, 2026
6 vikur
13.900.-

Styrkur

20%

Úthald

20%

Liðleiki

30%

Núvitund

30%

Mjúkt og nærandi jóga fyrir líkama og sál.

Staðsetning

Faxafen

💚Yin Yoga og djúpslökun

Yin Yoga er mjúk jógaiðkun sem felst í því að ákveðnum jógastöðum er haldið í 2-5 mínútur með það markmið að hjálpa bandvef, sinum og liðböndum að gefa eftir.

Iðkunin hjálpar okkur að losa um spennu, auka hreyfigetu og næra taugakerfið. Tímarnir eru gagnlegir öllum sem vilja hægja á sér, eru að glíma við líkamsmeiðsli eða eru að ná sér eftir andleg áföll.

Á námskeiðinu eru kenndar grunnstöður Yin Yoga ásamt útfærslum á þeim. Allar stöðurnar eru gerðar sitjandi eða liggjandi á dýnu. Hver tími hefst á öndunaræfingum og endar á djúpslökun.

Gott er að eiga tvo jógakubba til að mæta með í tímann en það eru þó kubbar á staðnum ef vantar.

Kennari er Guðrún Reynis. Guðrún er Yoga Alliance viðurkenndur jógakennari en hún útskrifaðist með RYT-500 frá Yoga Skyros Academy á Grikklandi eftir að hafa klárað fyrstu 200 tímana hjá Jóga- og blómadropaskóla Kristbjargar. Guðrún hefur einnig lokið 200 tíma Yoga Alliance professionals viðurkenndu námi í Trauma-sensitive yoga and somatics. Guðrún er viðurkenndur Yoga Trapeze® kennari frá Yoga Teachers College í Barcelona. Að auki er hún með kennsluréttindi í Yin Yoga, Yoga Nidra, slökunarjóga, pilates, foam flex og trigger point pilates. Guðrún hefur kennt jóga frá árinu 2013.

Fyrst er að Gerast Meðlimur Kötlu Fitness, síðan skráirðu þig á námskeiðið - Vertu velkomin 💚

Hægt að skoða hér í tímatöflu eða í appinu!

Faxafen

Yoga (Infrared)

Hefst: 13 janúar

Þriðjudagar 17:00-18:00
Fimmtudagar 17:00-18:00
Kaupa

Guðrún Reynis

Kaupa
Smelltu hér fyrir kaupleiðbeiningar
map-markercalendar-fullhourglass