Styrkur
30%
Úthald
30%
Liðleiki
25%
Núvitund
15%
Þjálfarar einbeita sér að vellíðan og góðri tengingu við núvitundina.
Þú mýkir vöðva, bætir styrk og liðleika.
Allir tímar eru kenndir í Infrarauðum, sem hefur jákvæð áhrif á heilsu, sem dæmi styrkir ónæmiskerfið.
Gerðu vel við þig! Þú munt þakka þér fyrir að skrá þig á Wellness
Fyrst er að Gerast Meðlimur Reebok Fitness síðan skráirðu þig á námskeið -sjá hér í tímatöflu
Vertu velkomin 💚
Lokaður Facebook hópur.
Wellness námskeiðið hjá Unni er frábært námskeið til að láta sér líða vel.
Góð blanda af yoga, pilates og léttum styrktaræfingum og geggjað að hann sé kenndur í Infrarauðum hita.
Þetta námskeið hentaði mér mjög vel þar sem ég var að byrja aftur í ræktinni eftir langt hlé. Ég fann fljótt mun á fyrstu vikunum hvað ég styrktist, liðleikinn jóks og aukin vellíðan. Mæli 100% með þessu námskeiði 😊
Ég mæli eindregið með Wellness námskeiði hjá Unni Pálmars. Ég hef farið á mörg námskeið í gegnum ævina og var þetta alveg pottþétt með því betra. Tímarnir eru vel uppbyggðir og fjölbreyttir sem gerði þetta alltaf svo skemmtilegt. Fyrir mig voru þetta alveg rosalega góðir tímar og ég fann styrk og liðleika aukast jafnt og þétt. Eftir nokkurt hlé í ræktinni var þetta akkúrat rétta námskeiðið fyrir mig. Unnur var alltaf svo afslöppuð og með notalega nærveru sem hefur að sjálfsögðu áhrif á andrúmsloftið og maður hlakkaði alltaf til að mæta í tíma.
Ég er mjög hrifin af Wellness! Finnst æðislegt hvað það er boðið upp á mikið af mismunandi og rosalega fjölbreytilegum æfingum. Allt frá þolæfingum, lyftingar, foam og flex o.fl. Svo eru alltaf teygjur í endann til að liðka upp á vöðvana. Ragga er hress og orkumikill þjálfari sem hvatti mig að gera mitt besta, það vantar aldrei upp á stemmninguna og hver einasta æfing er ótrúlega skemmtilegt!
Þú munt ekki sjá eftir því að fara á Wellness námskeiðið. Ragga er frábær kennari, hvetjandi og hress en umfram allt virkilega umhugað um árangur og líðan þátttakanda. Fjölbreyttir tímar með faglegum kennara, svo skemmir ekki fyrir hvað hún Ragga er skemmtileg! Mæli hiklaust með og hvet öll til að prófa.
Hef farið á allavegana 3 námskeið og lært margt, námskeiðið er mjög skemmtilegt, krefjandi og fjölbreytt, svo er þetta námskeið ótrúlega góð leið til að koma sér í gang að mæta á æfingar. WELLNESS er eitt af mínum uppáhalds námskeiðum, og kennarinn algjört æði! 😊
Gæti talað endalaust um þetta námskeið 🥰
Það var eiginlega fyrir algjöra tilviljun sem ég endaði á Wellness námskeiði hjá Röggu, var að koma mér af stað eftir langt hlé, fékk að prufa tíma hjá henni og það var ekki aftur snúið eftir það. Ég elska að mæta í tíma og fá að eiga smá stund með flottum hóp þar sem hægt er að kúpla sig út úr daglega stressinu. Allar æfingarnar eru byggðar upp þannig að hver og einn getur aðlagað hana að sinni getu og fann ég mun strax eftir fyrstu vikunna bæði líkamlega og andlega. Ragga er yndisleg, hvetur mann áfram, er hress og passar að öllum líði vel. Mæli hiklaust með að prufa! 🙂
Ég byrjaði á Wellness námskeiðini hjá Röggu í febrúar. Ég hafði ekki æft neitt af viti í 2 ár og var satt best að segja smá stressuð að koma mér af stað. Bæði Ragga og allar hinar stelpurnar tóku svo vel á móti mér að það var alveg óþarfi. Námskeiðið er frábært bæði fyrir þá sem eru að koma sér af stað eftir pásu, þá sem hafa aldrei æft og einnig lengra komna því það er auðvelt að aðlaga allar æfingar að eigin getu. Gleðin er í fyrirrúmi og með hana að vopni verða allar æfingar skemmtilegar. Uppsetning æfinganna hentaði mér fullkomnlega og ég er nú þegar búin að ákveða að skrá mig á námskeið númer þrjú. Félagsskapurinn er frábær og Ragga er dásamleg í alla staði. Hvetjandi og alltaf til í leiðbeina og aðstoða með það sem þarf.