Styrkur
40%
Úthald
20%
Liðleiki
20%
Núvitund
20%
Þetta námskeið er hannað sérstaklega fyrir þá sem vilja hefja reglubundna hreyfingu á rólegan og öruggan hátt. Við einblínum á að kynnast líkamanum betur, byggja upp grunnstyrk og fá aukna vellíðan í hreyfingu og daglegu lífi.
Í hverjum tíma munum við:
Byrja með góða upphitun til að vekja líkamann.
Taka inn mjúkar jógaæfingar sem auka liðleika og einbeitingu.
Fá létta brennslu til að styrkja úthald og orku.
Vinna með styrktaræfingar með léttum lóðum (þyngdir má stilla eftir getu).
Einblína á kvið og rassvöðva, en einnig vinna með alla helstu vöðvahópa.
Ljúka hverjum tíma á teygjum og djúpri slökun.
Námskeiðið hentar þér ef:
Þú ert að stíga fyrstu skrefin í hreyfingu.
Þú vilt auka styrk, liðleika og úthald á þínum eigin hraða.
Þú leitar að námskeiði þar sem jafnvægi, vellíðan og sjálfsöryggi í hreyfingu eru í forgrunni.
Komdu og gefðu líkamanum tækifæri til að styrkjast og blómstra – á þínum hraða og með stuðningi í góðum hópi.
Hægt að skoða hér í tímatöflu eða í appinu!
Ekki fresta þessu lengur!
Fyrst er að Gerast Meðlimur Kötlu Fitness síðan skráirðu þig á námskeið - Vertu velkomin 💚


