Fyrir konur á besta aldri. Aukinn styrkur með markvissum æfingum.
Staðsetning
Urðarhvarf
Sterkar konur 40+
Sérstaklega hannað fyrir konur á besta aldri.
Vöðva og beinmassi minnkar jafn og þétt eftir 30 ára aldur sem leiðir til þess að konur upplifa breytingu á því hvernig fituforðinn safnast fyrir á líkamanum. Eitthvað sem hefur “alltaf virkað” virkar ekki lengur.
Rétt styrktarþjalfun er lykilatriði!!
Þegar við aukum vöðvamassa brennum við fleiri hitaeiningum í hvíld og við styrkjum beinþéttnina.
Hormónabreytingar sem eiga sér stað hafa einnig andleg áhrif á líðan margra kvenna;
*vanliðan
*orkuleysi
*vöðva og liðverkir
*svefnleysi
*skapsveiflur
Með réttri þjalfun getur þú snúið þessu við!!
Lærðu að að lyfta lóðum til að ná auknum styrk og mælanlegum árangri með markvissum æfingum.
Lærðu betur á líkaman, hvaða hormón taka yfir og hvaða hormón detta út og hvaða áhrif það hefur á okkur.
Æft í lokuðum hópi 2 sinnum í viku.
Fyrst er að Gerast Meðlimur Kötlu Fitness síðan skráirðu þig á námskeið - hér- Vertu velkomin 💚
Hvað er innifalið?
Fjölbreyttar og markvissar æfingar, skemmtilega hreyfing og góð fræðsla um líkamann og helstu starfssemi hans.
Það sem innrauður hiti hefur fram yfir annað er að hita líkamann vel og með því móti eykst teygjanleiki bandvefjarins svokallaða sem leiðir til aukins hreyfanleika.
Loftið er talið heilnæmara fyrir þá sem viðkvæmir eru og er talið að þessi hitun hafi styrkjandi áhrif á ónæmiskerfi. Ljósið hefur hreinsandi áhrif þar sem það ýtir undir efnaskipti og eykur framleiðslu á svita. Hitinn sem ljósið sendir inn í líkamann bætir meltingu , örvar blóðrás og vinnur gegn hvers konar sýkingum.
Innrauði hitinn hefur hjálpað gigtarsjúklingum, vefjagigtarsjúklingum og íþróttamönnum vegna meiðsla í liðamótum og vöðvum þar sem hitinn hjálpar til við að losa um spennu og örva heilbrigða frumumyndun.
Tilvalið fyrir stressaða og þreytta líkama.
HVERNIG KAUPIR ÞÚ NÁMSKEIÐ?
Smelltu á takkann fyrir námskeiðið sem þú ætlar á neðst í þessum glugga
Þú smellir á einn af tímunum í dagatalinu sem birtist (skiptir ekki máli hvaða tími)
Þá kemur upp gluggi með nánari lýsingu á tímanum sem þú ert að skrá þig í.
Þar smellir þú á "Skráðu þig" Ef þú ert ekki innskráð/ur þá býður kerfið þér upp á að skrá þig inn fyrst.
Smelltu næst á "Greiða núna"
Ef upp kemur villan "Ekki er hægt að ljúka við greiðslu" þá áttu eftir að skrá kreditkort við aðganginn þinn. Þú gerir það svona