Við bjóðum þér í rými sem snýst ekki um að gera meira – heldur finna meira. Ekki árangur – heldur nærveru.
Þetta er fyrir alla sem þurfa rými til að anda, sleppa tökum og einfaldlega vera.
Námskeiðið sameinar:
Frjálsa, innsæisdrifna hreyfingu
Stutta leidda hugleiðslu
Sköpun og list í dagbók
Kyrrð og ró í öruggu rými
Saman sköpum við stund þar sem þögnin talar og líkamin fær að hlusta. Enginn dómur. Engin pressa. Bara við — og nærvera. Þetta er ekki líkamsrækt. Þetta er leið heim — til sjálfsins, kyrrðar og tengingar.
Komdu eins og þú ert. Við sköpum þetta rými saman.
Það sem innrauður hiti hefur fram yfir annað er að hita líkamann vel og með því móti eykst teygjanleiki bandvefjarins svokallaða sem leiðir til aukins hreyfanleika.
Loftið er talið heilnæmara fyrir þá sem viðkvæmir eru og er talið að þessi hitun hafi styrkjandi áhrif á ónæmiskerfi. Ljósið hefur hreinsandi áhrif þar sem það ýtir undir efnaskipti og eykur framleiðslu á svita. Hitinn sem ljósið sendir inn í líkamann bætir meltingu , örvar blóðrás og vinnur gegn hvers konar sýkingum.
Innrauði hitinn hefur hjálpað gigtarsjúklingum, vefjagigtarsjúklingum og íþróttamönnum vegna meiðsla í liðamótum og vöðvum þar sem hitinn hjálpar til við að losa um spennu og örva heilbrigða frumumyndun.
Tilvalið fyrir stressaða og þreytta líkama.
HVERNIG KAUPIR ÞÚ NÁMSKEIÐ?
Smelltu á takkann fyrir námskeiðið sem þú ætlar á neðst í þessum glugga
Þú smellir á einn af tímunum í dagatalinu sem birtist (skiptir ekki máli hvaða tími)
Þá kemur upp gluggi með nánari lýsingu á tímanum sem þú ert að skrá þig í.
Þar smellir þú á "Skráðu þig" Ef þú ert ekki innskráð/ur þá býður kerfið þér upp á að skrá þig inn fyrst.
Smelltu næst á "Greiða núna"
Ef upp kemur villan "Ekki er hægt að ljúka við greiðslu" þá áttu eftir að skrá kreditkort við aðganginn þinn. Þú gerir það svona