Styrkur
30%
Úthald
20%
Liðleiki
30%
Núvitund
20%
Streitujóga og djúpslökun 💚
Námskeiðið byggir á áfallamiðuðu jóga þar sem megináhersla er lögð á örugga tengingu við líkamann, djúpa öndun og slakandi nærveru. Hver tími er leiddur af nærgætni og friðsælu flæði sem hentar jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Við leggjum áherslu á að skapa öruggt rými fyrir þátttakendur – sérstaklega þá sem eru að vinna sig út úr áföllum, takast á við kulnun eða lifa við langvarandi streitu. Tímarnir eru mjúkir, jarðbundnir og styrkjandi, með það að markmiði að endurvekja innri ró og öryggi.
Hver tími endar á 20 mínútna leiddri djúpslökun, þar sem þátttakendur fá tækifæri til að dýpka slökunina og næra taugakerfið á djúpstæðan hátt.
Námskeiðið hentar öllum sem vilja bæta líðan sína, vinna með streitu eða kulnun og efla tengslin við líkama og andardrátt – hvort sem þú ert að stíga fyrstu skrefin í jóga eða hefur iðkað um árabil.
Fyrst er að Gerast Meðlimur Kötlu Fitness, síðan skráirðu þig á námskeiðið - Vertu velkomin 💚