Styrkur
0%
Úthald
0%
Liðleiki
50%
Núvitund
50%
Á námskeiðinu er unnið markvisst að liðkun og opnun liðamóta með hreyfiflæði og losun á spennu í bandvef. Unnið er með alla vöðva líkamans en áhersla lögð á losun trigger punkta þar sem við losum um tog eða spennu í bandvef.
Með því að blanda saman hreyfiflæði og bandvefslosun er hægt að auka liðleika, bæta hreyfifærni, auka blóðflæði og bæta almennt líðan í líkamanum.
Með bandvefsnuddinu eykst blóðflæðið til vöðvanna sem leiðir af sér betri hreyfanleika, minnkar harðsperrur, flýtir fyrir bata í vöðvum eftir æfingar og bætir þannig árangur og líkamsástand. Komum jafnvægi á starfsemi helstu líkamskerfi s.s. vefjakerfið, sogæðakerfið og taugakerfið. Við eflum orkuflæði líkamans og nærum taugakerfið, sogæðarkerfið, djúpvefi, líffæri, bein og liðamót.
Hreyfiflæði – blanda af jóga og mobility æfingum til að hita upp líkamann, opna á helstu liði og mýkja líkamann.
Djúpteygjur – með því að leggja meðvitað álag á liðina með djúpri öndun gefum við vöðum, festum og bandvef tækifæri á að mýkjast upp og losa um spennu. Djúpteygjur róa hugann og auka líkamsvitund.
Dásamleg endurheimt fyrir líkamann – taugakerfið, sogæðarkerfið og stoðkerfið
- Bætt líkamsvitund aukin líkamsvitund
- Linar sársauka verkjastillandi
- Minni vöðvaspenn forvörn
- Betri líkamsstaða Eykur hreyfigetu og orkustig
- Bætt frammistaða Örvar sogæðarkerfið
- Minnkar stress og streitu
Heildræn nálgun á að bæta heilsu vefjalaga, bandvefs og tengja öll kerfi líkamans til að auka vellíðan.
Hver tími er 90 mínútna langur og við hittumst 2x í viku.
Fyrst er að Gerast Meðlimur Kötlu Fitness, síðan skráirðu þig á námskeið - Vertu velkomin 💚
💚Hægt að bóka hér í tímatöflu eða í appinu!