Styrkur
50%
Úthald
5%
Liðleiki
30%
Núvitund
15%
Fusion Pilates er líkamsræktarkerfi hannað af Unni Pálmarsdóttur.
Áherslan er að styrkja líkamann, auka liðleika og bæta jafnvægi með pilates æfingum, Fitness Yoga, teygjum, lóðum og bandvefslosun.
💚Infra Fusion Pilates💚 er kennt í heitum sal.
Infra Fusion Pilates styrkir vel allan líkamann og er sérhannað til að þjálfa stoðkerfið og fyrir þá sem hafa vefjagigt.
Í Infra Fusion Pilates er blandað saman Fitness Yoga, Pilates æfingum, bandvefslosun, Trigger Point Pilates, teygjum og unnið er með eigin líkamsþyngd.
Við vinnum vel með djúpvöðva líkamans. Unnið er með að styrkja vel kvið- og bakvöðva sem bætir líkamsstöðu og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Jafnvægi og aukinn liðleiki er mikilvægt atriði í þjálfun í Fusion Pilates. Unnið er með eigin líkamsþyngd, handlóð og teygjur með þyngdir sem henta hverjum og einum. Einnig eru stóru vöðvarnir þjálfaðir í kvið og baki, læri, rassvöðvum, styrkjum mjaðmir, grindarbotn, efri líkama og axlir og endurnærir líkama og sál losar um streitu í líkamanum og eykur orku. Tímarnir enda á góðri slökun, bandvefslosun og teygjum fyrir líkama & sál.
💚Hægt að bóka hér í tímatöflu eða í appinu!
Fyrst er að Gerast Meðlimur Kötlu Fitness síðan skráirðu þig á námskeið - Vertu velkomin 💚