Styrkur
45%
Úthald
35%
Liðleiki
10%
Núvitund
10%
BOX 101 er 6 vikna grunnnámskeið í ólympískum hnefaleikum, þar sem farið verður vel yfir grunnatriði hnefaleika:
Farið verður yfir rétta vörn, fótavinnu og hvernig á að kýla á réttan hátt. Þjálfað er eftir Diploma kerfinu, sem vinnur alfarið út frá tæknilegri kunnáttu og bannað er að kýla fast til að tryggja öryggi iðkenda.
Þú lærir geggjaða grunntækni, byggir upp styrk og gott þol.
Æft er 3x í viku á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum.
Eftir þessar 6 vikur hafa iðkendur möguleika á að fara í framhaldshóp BOX 201 þar sem dvalið verður meira í tæknilegri kunnáttu og sparring.
Búnaður sem nauðsynlegt er að mæta með: Boxhanskar, vafningar og boxskór eða íþróttaskór.
Hægt að skoða hér í tímatöflu eða í appinu!
Fyrst er að Gerast Meðlimur Reebok Fitness síðan skráirðu þig á námskeið - Vertu velkomin 💚