Styrkur
50%
Úthald
5%
Liðleiki
30%
Núvitund
15%
💚Infra Fusion Pilates💚 er kennt í Infrared, heitum sal.
Kerfið styrkir vel allan líkamann og er sérhannað til að þjálfa stoðkerfið. Í Infra Fusion Pilates þjálfum við vel djúpvöðva líkamans.
Unnið er með að styrkja vel kvið- og bakvöðva sem bætir líkamsstöðu og færir þátttakendum langa fallega vöðva. Jafnvægi og aukinn liðleiki er mikilvægt atriði í þjálfun í Infra Fusion Pilates.
Unnið er með stóra bolta, handlóð, litla nuddbolta og teygjur með þyngdir sem henta hverjum og einum. Einnig eru stóru vöðvarnir þjálfaðir í kvið og baki, læri, rassvöðvum, styrkjum mjaðmir, grindarbotn, efri líkama og axlir og endurnærir líkama og sál losar um streitu í líkamanum og eykur orku. Tímarnir enda á góðri slökun og teygjum.
Lokaður Facebook hópur
Heitu tímarnir hjá Unni eru alveg æðislegir. Styrkjandi, hvetjandi og slakandi. Hægt að fara á sínum eigin hraða og eins langt inní æfinguna eins og maður treystir sér til. Orka sem er svo góð og algjörlega þess virði að leggja smá akstur á sig.
Góð blanda af yoga, pilates og léttum styrktaræfingum og geggjað að hann sé kenndur í Infrarauðum hita.
Þetta námskeið hentaði mér mjög vel þar sem ég var að byrja aftur í ræktinni eftir langt hlé. Ég fann fljótt mun á fyrstu vikunum hvað ég styrktist, liðleikinn jóks og aukin vellíðan. Mæli 100% með þessu námskeiði 😊