Styrkur
40%
Úthald
40%
Liðleiki
10%
Núvitund
10%
BlackOut er æfingarkerfi sem reynir á þín efstu mörk bæði likamlega og andlega. Það mun reyna á úthald, hópvinnu, útsjónarsemi og haus.
Blackout námskeið fyrir byrjendur er hugsað fyrir þá sem vilja vita meira um Blackout og fara skref fyrir skref inn í æfingakerfið.
Ávinningurinn af því að æfa BlackOut er fyrst og fremst betri líðan og betri geta til að mæta áskorunum í daglegu lífi, hverjar sem þær kunna að vera.
Uppbygging á æfingunum í grófum dráttum:
Mínúta 00:01 - 12:00
Upphitun - Sett saman af hreyfiteygjum, útihlaupi og tækjum.
Mínúta 12:00 - 50:00
Keyrsla þar sem blandað verður saman þoli og styrktaræfingum. Æfingarnar verða bæði úti og inni. Þátttakendur verða að vinna saman og sem einstaklingar til að klára þau verkefni sem liggja fyrir á hverri æfingu. Æfingarnar verða fjölbreyttar og taka mið af hópnum sem er virkur hverju sinni.
Mínúta 50:00 - 60:00
Verður breytilegt eftir því sem á undan er gengið en í flestum tilfellum einhvers konar lokun þar sem verður reynt á ákveðna vöðvahópa og þá aðalega core.
Æft í lokuðum hóp 2 í viku, á mánudögum og miðvikudögum.
Hægt að skoða hér í tímatöflu eða í appinu!
Fyrst er að Gerast Meðlimur Reebok Fitness síðan skráirðu þig á námskeið - Vertu velkomin 💚